371. fundur

05.09.2025 08:15

371. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910, 5. september 2025, kl. 08:15

Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Eysteinn Eyjólfsson, Guðbergur I. Reynisson, Gunnar Felix Rúnarsson og Helga María Finnbjörnsdóttir.

Að auki sátu fundinn Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, María Kjartansdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Margrét Lilja Margeirsdóttir deildarstjóri umhverfismála, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.

1. Sporthúsið - stækkun (2025080471)

Byggja á viðbyggingu á tveimur hæðum að hluta sem hýsa á padelvöll, golfhermasvæði auk bílgeymslu / viðgerðarsvæðis fyrir þjálfunartæki.
Einnig verður aðkoma starfsmanna betrumbætt auk útlitsbreytinga á austurhlið. Nýbygging verði um 680 m2 og um 9,5 m há. Óskað er heimildar til að koma fyrir tveimur LED 6 m2 skiltum á austur hlið sbr. uppdrætti Glóru dags. 11.08.2025.

Mikilvægt er að gæta að blágrænum ofanvatnslausnum og umferðaröryggi á bílastæðum.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.
Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3. hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd.

Fylgigögn:

Bílastæði

Aðaluppdrættir 

Erindi

2. Njarðarbraut 11 - skilti (2025080336)

THG arkitektar óska eftir f.h. Öskju bílaumboðs og útibús Dekkjahallarinnar að koma fyrir tveimur 5,6 m háum skiltum sitt hvoru megin við innkeyrslu á lóð frá Njarðarbraut og koma fyrir fánastöngum við norður og suður lóðamörk sbr. uppdrátt dags. 19.08.2025.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 3.
Bæta þarf aðkomu að lóðum frá þessum kafla Njarðarbrautar með tilliti til umferðaröryggis, staðsetning skilta kann því að breytast síðar.

3. Þrastartjörn 44 - bílskúr (2024090184)

Erindi lagt fram um stækkun bílgeymslu skv. uppdráttum KRark dags. 6. apríl 2022. Erindið var samþykkt á 310. fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 3. mars 2023. En þar sem ekki var sótt um byggingarleyfi innan árs féll grenndarkynningin úr gildi.

Helga María Finnbjörnsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.
Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3. hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd.

Fylgigögn:

Þrastartjörn 44 - bílskúr

4. Baugholt 17 - bílastæði (2025090064)

Elías Þ. Pétursson og Jóhanna M. Gylfadóttir óska eftir heimild til að koma fyrir bílastæði á lóð og gangstétt sé tekin niður á kafla.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.

Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3. hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd. Breytingin verði sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.

5. Þverholt 18 - bílastæði (2025070270)

Sighvatur I. Gunnarsson óskar heimildar til að stækka bílastæði á lóð og taka niður gangstétt á þeim kafla.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3. Breytingin verði sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.

6. Dalshverfi III - staðsetning sorps (2025080307)

Grafarholt leggur fram breytingu á deiliskipulagi fyrir reit sem afmarkast af Brekadal, Jötundal, Huldudag og Risadal sbr. upprátt i62 ehf. dags. 08.18.2025. Breytingin fellst í að sorp verði staðsett við götu.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2. Mikilvægt er að tryggja vandaða umgjörð og góðan frágang á sorpgerðum.

Fylgigögn:

Dalshverfi III - staðsetning sorps

7. Steinás 23 - sólstofa (2025080088)

Guðmundur Jóhannsson óskar heimildar til að reisa sólstofu sbr. uppdrætti Beims dags. 22.07.2025.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.
Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3. hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd.

Fylgigögn:

Steinás 23 - sólstofa

8. Brekadalur 63 - aukið byggingarmagn (2025080087)

Heimild til að breikka byggingarreit úr 10 m í 11 m og að auka byggingarmagn á lóð um 24 m2 sbr. uppdrætti Beims ehf. dags. 06.08.2025.

Erindi frestað. Óskað eftir frekari gögnum.

9. Fundur skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar 28. ágúst 2025 (2025020088)

Fundargerð skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar nr. 136 dags. 28. ágúst 2025 lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar 28. ágúst 2025

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. september 2025.