392. fundur

18.11.2020 14:00

392. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 18. nóvember 2020, kl. 14:00

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Vajzovic Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Sigríður Daníelsdóttir forstöðumaður fjölskyldumála og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd (2020100128)

Á fundinn mætti Iðunn Ingólfsdóttir verkefnastjóri.
Málinu frestað.

2. Áfangaheimili (2020060125)

Erindi Öruggs skjóls – félagasamtaka um fjárhagsstuðning upp á 65,6 milljónir kr. vegna starfsmannahalds.
Öruggt skjól – félagasamtök stefnir á rekstur og starfsemi áfangaheimils í Reykjanesbæ fyrir þá sem lokið hafa áfengis- og vímuefnameðferð. Hugmyndir þeirra um starfsemina eru metnaðarfullar og mikil áhersla lögð á daglega virkni, eflingu og stuðning.
Velferðarráð tekur undir mikilvægi verkefnisins en í ljósi óvissu vegna áhrifa Covid-19 á fjármál sveitarfélagsins árið 2021 getur ráðið ekki orðið við erindinu.
Erindi synjað.

3. Samræmd móttaka flóttafólks (2020021431)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri fór yfir stöðu málsins.

4. Lýðheilsustefna Reykjanesbæjar – beiðni um umsögn (2019100079)

Velferðarráð samþykkir stefnuna.

5. Stjórnsýsluúttekt á velferðarsviði (2020021011)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri fór yfir stöðu málsins.

6. Fundargerð Samtakahópsins 29. október 2020 (2020010330)

Fundargerðin lögð fram.
Velferðarráð þakkar Samtakahópnum fyrir halda ráðinu upplýstu og að bregðast við í málefnum ungmenna í sveitarfélaginu.

Fylgigögn:

Fundargerð Samtakahópsins
Skýrsla um heilsufarslega áhættu vegna neyslu íslenskra ungmenna á koffíni í drykkjarvörum
Vímuefnaneysla unglinga á Suðurnesjum
Lifandi liðsheild
Samtal um orkudrykki
Tíð skemmdarverk víða í Reykjanesbæ
Unglingar á Suðunesjum

7. Fjárhagsáætlun 2021 (2020060158)

Hera Ósk Einarsdóttir fór yfir stöðu málsins.

8. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2020021149)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs lagði fram mælaborð og tölulegar upplýsingar.

Fjárhagsaðstoð

Í september 2020 fengu 156 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 23.284.349. Í sama mánuði 2019 fengu 98 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 14.039.544.
Í október 2020 fengu 153 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 23.208.056. Í sama mánuði 2019 fengu 103 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 15.070.540.
Heildarfjöldi einstaklinga sem fengið höfðu fjárhagsaðstoð til framfærslu á árinu 2019 voru í október það ár 195 einstaklingar. Það sem af er þessu ári hafa 319 einstaklingar fengið fjárhagsaðstoð sér til framfærslu og hefur einstaklingum á fjárhagsaðstoð því fjölgað um 63,6% á tímabilinu október 2019 til október 2020 eða um 124 einstaklinga.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Í september 2020 fengu alls 240 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 3.236.590. Í sama mánuði 2019 fengu 187 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 2.408.713.
Í október 2020 fengu alls 239 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 3.266.083. Í sama mánuði 2019 fengu 195 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 2.475.140.

Áfrýjunarnefnd

Í september 2020 voru 25 mál lögð fyrir áfrýjunarnefnd og í 2 þeirra voru afgreiðslur tvískiptar.
22 erindi voru samþykkt, 3 erindum var synjað og 2 erindum var frestað.
Í október 2020 voru 25 mál lögð fyrir áfrýjunarnefnd.
16 erindi voru samþykkt, 4 erindum var synjað og 5 erindum frestað.

9. Fundargerðir neyðarstjórnar (2020030192)

Fundargerðirnar lagðar fram.
Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar  

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. desember 2020.