Tuttugu verkefni hlutu styrk úr afmælissjóði Reykjanesbæjar

Alls bárust 27 umsóknir í afmælissjóð Reykjanesbæjar sem var kynntur í byrjun árs. Tilefni sjóðsins var að þann 11. júní næstkomandi eru 30 ár eru liðin frá því að Reykjanesbær varð til við sameiningu, Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. Tuttugu og eitt fjölbreytt verkefni fengu styrk úr afmælissjóðnum við úthlutun á dögunum, samtals tæplega 20 milljónir. Lagt var upp með að verkefnin hefðu það markmið að auðga mannlíf, efla menningu, virkja íbúa og/eða laða að gesti, heiðra söguna, fegra bæinn eða styðja við fjölbreytileikann. Meðal verkefna sem líta dagsins ljós á afmælisárinu eru ratleikir, fjölskylduskemmtun í Njarðvíkurskógum, söguskilti við strandlengjuna, matarhátíð og fjölbreytt tónleikahald.
Lesa fréttina Tuttugu verkefni hlutu styrk úr afmælissjóði Reykjanesbæjar

Innritun nýnema í Grunnskóla

Innritun er hafin fyrir börn sem eiga að fara í 1. bekk grunnskóla í Reykjanesbæ haustið 2024. Gert er ráð fyrir því að foreldrar séu búnir að skrá börn sín fyrir 20. apríl. Í Reykjanesbæ sækja nemendur grunnskóla samkvæmt skólahverfum. Foreldrar sækja um skólavist fyrir börn sín á íbúavefnum Mitt Reykjanes. Hér má skoða frekari upplýsingar um grunnskóla Reykjanesbæjar
Lesa fréttina Innritun nýnema í Grunnskóla

30 ára afmælismerki Reykjanesbæjar

Reykjanesbær hefur látið hanna nýtt afmælismerki til að nota í kynningarefni og við fleiri tækifæri á 30 ára afmælisári bæjarfélagsins.
Lesa fréttina 30 ára afmælismerki Reykjanesbæjar

Fjölgun á hverfahleðslum

Fjölgun á hverfahleðslum í Reykjanesbæ Við þökkum fyrir frábærar móttökur á hverfahleðslum ON í Reykjanesbæ. Nú hafa bæst við tvær nýjar staðsetningar, annars vegar við Selið í Njarðvík og hins vegar við Skógarbraut á Ásbrú. Að auki var tengjum fjölgað annars vegar við Ráðhúsið og hins vegar við Stapaskóla vegna mikillar nýtingar.
Lesa fréttina Fjölgun á hverfahleðslum

Vel heppnaður upplýsingafundur

Vel heppnaður upplýsingafundur um afhendingaöryggi Upplýsingafundur á vegum Reykjanesbæjar um afhendingaröryggi vatns og raforku á Suðurnesjum var haldinn í Stapa fimmtudaginn 29. febrúar kl. 19.30. Hátt í 100 manns mættu á fundinn og að jafnaði voru um 550 að horfa á í streymi á Facebook síðu Reykjanesbæjar.
Lesa fréttina Vel heppnaður upplýsingafundur

Rafn Markús Vilbergsson ráðinn skólastjóri Njarðvíkurskóla

Rafn Markús Vilbergsson hefur verið ráðinn skólastjóri Njarðvíkurskóla.
Lesa fréttina Rafn Markús Vilbergsson ráðinn skólastjóri Njarðvíkurskóla

Framkvæmdir við Fagragarð/Hamragarð í Reykjanesbæ

Vegna framkvæmda við hitaveitu þarf að grafa skurð í götu við gatnamót Fagragarðs og Hamragarðs þar sem lögn þverar Fagragarð.
Lesa fréttina Framkvæmdir við Fagragarð/Hamragarð í Reykjanesbæ

Sókn í krafti samvinnu

Reykjanesbær býður til fundar um málefni ferðaþjónustu í sveitarfélaginu og nágrenni.
Lesa fréttina Sókn í krafti samvinnu

Upplýsingafundur!

Upplýsingafundur á vegum Reykjanesbæjar um afhendingaröryggi vatns og raforku á Suðurnesjum verður haldinn í Stapa fimmtudaginn 29. febrúar kl. 19.30. íbúar á svæðinu eru hvattir til að mæta en fundinum sem verður jafnframt streymt á Facebook síðu Reykjanesbæjar.
Lesa fréttina Upplýsingafundur!

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir ráðin leikskólastjóri í leikskólanum Holti

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri í leikskólanum Holti.
Lesa fréttina Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir ráðin leikskólastjóri í leikskólanum Holti