252. fundur

02.07.2020 08:15

252. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 2. júlí 2020 kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sigmundur Eyþórsson tæknifulltrúi, Sigurður Ingi Kristófersson deildarstjóri umhverfismála og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Samráðs- og afgreiðslufundir byggingarfulltrúa nr. 284 og 285 (2020010081)

Lagðar fram til kynningar fundargerð nr. 284, dagsett 4. júní í 5 liðum og fundargerð nr. 285, dagsett 18. júní 2020 í 7 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fylgigögn:

Fundargerð 284. afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa
Fundargerð 285. afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa

2. Nesvellir - deiliskipulag (2020040156)

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Nesvalla vegna lóðanna Njarðarvellir 2 og Móavellir 1-13 vegna fyrirhugaðrar stækkunar á hjúkrunarheimili um 60 ný hjúkrunarrými samkvæmt uppdrætti THG arkitekta dags. 31.03.2020. Auglýsingu er lokið. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

Fylgigögn:

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Nesvalla - íbúða- og þjónustusvæðis

3. Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029 - umsögn (2019120018)

Landsnet óskar umsagnar um Kerfisáætlun 2020-2029.

Með því að smella hér má skoða vefsíðu Landsnets um Kerfisáætlun 2020-2029

Tillaga skipulagsfulltrúa að umsögn lögð fram til samþykkis.

Umsögn skipulagsfulltrúa fyrir hönd Reykjanesbæjar dagsett 26. júní 2020 er samþykkt.

Fylgigögn:

Umsögn um Kerfisáætlun 2020-2029

4. Dalsbraut 32-36 - breyting á deiliskipulagi (2019120016)

Miðbæjareignir ehf. óska eftir breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir lóðirnar Dalsbraut 32, 34 og 36 þannig að bílastæðakrafa lækki úr 1,8 stæði á íbúð í 1,6 í samræmi við gögn KRark ehf. dags 08.06.2020.

Aðstæður leyfa ekki að bílastæðakröfu við Dalsbraut 32, 34 og 36 verði breytt.

Erindi hafnað.

Fylgigögn:

Umsókn um breytingu á deiliskipulagi fyrir Dalsbraut 32, 34 og 36
Tillaga um breytingu á deiliskipulagi fyrir Dalsbraut 32-36

5. Schramsgarður í Innri Njarðvík (2020060537)

Jón Gunnar Schram óskar heimildar til að nýta gamlan kálgarð, sem staðsettur er í slakkanum sunnan Njarðvíkurkirkju, til jarðræktar samkvæmt erindi og umsögn Minjastofnunar dags 4. júní 2020.

Ráðið þakkar fyrir góða ábendingu um hversdagsmenningu eldri tíma sem þarft er að sinna, en aðstaða fyrir almenning til að stunda matjurtarækt er í Grófinni í Keflavík og við leikskólann Holt í Innri Njarðvík. Sveitarfélagið hefur ekki hug á að fjölga þeim stöðum að sinni.

Fylgigögn:

Beiðni um afnot af Schramsgarði í Innri-Njarðvík

6. Óðinsvellir 9 - viðbygging (2020060538)

Ásdís R. Gunnarsdóttir óskar eftir heimild til að byggja viðbyggingu við bílskúr á lóð sinni samkvæmt erindi dags. 9. júní 2020.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.

Fylgigögn:

Óðinsvellir 9 - fyrirspurn

7. Fífudalur - lokun (2019060045)

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 7. júní var samþykkt erindi íbúa við Fífudal um að loka götunni í annan endann sem tilraun til eins árs. Erindi hefur borist frá íbúum við Fífudal um opnun götunnar aftur.

Þar sem ekki er einhugur meðal íbúa við götuna um lokun hennar skal gatan opnuð aftur.

8. Þórustígur 16 - niðurstaða grenndarkynningar (2020030517)

Sigurður H. Ólafsson óskar heimildar til að stækka íbúðarhús sitt. Samþykkt var á 246. fundi umhverfis- og skipulagsráðs að senda erindið í grenndarkynningu. Kynningu er lokið og bárust athugasemdir frá einum aðila. Mótmælt var að húsið verði gert að fjölbýlishúsi, bent á misræmi í lóðarstærð í gögnum og skerðingu á útsýni.

Lóðarmörk standa óbreytt. Ekki er verið að gera húsið að fjölbýli, vísað er í rýmisnúmer en ekki matshlutanúmer á uppdrætti. Byggingarform húsa við götuna er fjölbreytilegt og sérstaklega í austurátt, en vesturhlið húss er óbreytt og hefur því ekki áhrif á götumynd. Útsýni skerðist á skemmur og iðnaðarhúsnæði við Bakkastíg og Hafnarbraut, en sjávarsýn skerðist lítið sem ekkert.

Erindi samþykkt.

Fylgigögn:

Þórustígur 16 - fyrirspurn

9. Nýtt tengivirki á Njarðvíkurheiði - aðkomuleið (2020060543)

Landsnet óskar heimildar til að nýta Pattersonvöll og slóða á svæðinu til flutninga á tækjum, búnaði og efni til byggingar nýs spennuvirkis á Njarðvíkurheiði. Áætlað er að framkvæmdin fari fram á árinu 2021. Fyrir liggur umsögn HES með skilyrðum dags. 29. júní 2020 og jákvæð umsögn landeigenda.

Erindi samþykkt um bráðabirgðaafnot af umræddum slóðum til ársloka 2022 með þeim skilyrðum sem koma fram í umsögn HES.

Fylgigögn:

Aðkomuleið að nýju tengivirki á Njarðvíkurheiði - erindi frá Landsneti

10. Hringbraut 55 (2020060292)

KSK eignir ehf. sækja um að byggja sorpgerði við lóðarmörk til að hylja sorpgáma við verslun samkvæmt uppdráttum Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 10.06.2020.

Þar sem um er að ræða aðgerð sem bætir ásýnd götunnar er erindið samþykkt samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

Eysteinn Eyjólfsson vék af fundi í þessu máli.

Fylgigögn:

Hringbraut 55, nýtt sorpgerði - afstöðumynd

11. Flugvallarvegur 52A - umsókn um lóð (2020060544)

OSN ehf. sækir um lóðina Flugvallarvegur 52A með erindi dags. 24. júní 2020, til byggingar á skrifstofu- og verslunarhúsnæði samkvæmt sömu skilmálum og gilda fyrir deiliskipulag Flugvalla.

Samþykkt er að stækka lóðina Flugvellir 52 með sameiningu við lóð nr. 52A og lóðirnar verði felldar að deiliskipulagi Flugvalla.

Fylgigögn:

Flugvallarvegur 52A - umsókn um lóð

12. Umhverfisstefna Reykjanesbæjar (2020021391)

Lagðar fram umsagnir bæjarráðs, framtíðarnefndar, fræðsluráðs, lýðheilsuráðs, menningar- og atvinnuráðs og velferðarráðs. Barnaverndarnefnd, íþrótta- og tómstundaráð og stjórn Reykjaneshafnar hafa ekki afgreitt umsagnir.

Umhverfis- og skipulagsráð mun vinna áfram að umhverfisstefnunni í samstarfi við framtíðarnefnd. Formanni er falið að samræma vinnuna með framtíðarnefnd.

13. Brekadalur 55 - umsókn um lóð (2020060149)

Hörður Pálsson sækir um lóðina Brekadalur 55.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

14. Brekadalur 55 - umsókn um lóð (2020060264)

Gísli Þór Sverrisson sækir um lóðina Brekadalur 55.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

15. Brekadalur 55 - umsókn um lóð (2020060268)

Margrét Blöndal sækir um lóðina Brekadalur 55.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

16. Brekadalur 55 - umsókn um lóð (2020060518)

Smíðafélagið ehf. sækir um lóðina Brekadalur 55.

Samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins njóta einstaklingar forgangs við úthlutun einbýlishúsalóða, þar sem einstaklingar sækja einnig um sömu lóð er umsókn hafnað.

17. Brekadalur 55 - umsókn um lóð (2020060531)

Lilja María Stefánsdóttir sækir um lóðina Brekadalur 55.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

18. Eikardalur 13 - umsókn um lóð (2020060226)

Heiðar Már Arnarsson sækir um lóðina Eikardalur 13.

Lóðaúthlutun samþykkt.

19. Hugmyndir frá Betri Reykjanesbæ (2020060548)

a. Setja upp leikvöll við Hafdal og Brimdal í Innri Njarðvík
b. Malbika göngustíg við Brimdal og Mardal
c. Útivistarsvæði fyrir fjölskyldur
d. Malbika Stapabraut í austurátt
e. Tengja strandlengju göngustíga milli Innri Njarðvíkur og Kef
f. Opna aftur Landnámsdýragarðinn
g. Tjaldsvæði
h. Hringtorg í Innri Njarðvík
i. Göngu og hjólastígar
j. Átak í gróðursetningu við Reykjanesbraut
k. Gróðursetning trjáa í Innri Njarðvík

Með því að smella hér má skoða vefinn Betri Reykjanesbær

Umhverfis- og skipulagsráð fagnar tilkomu samráðsvettvangsins Betri Reykjanesbær og framkomnum hugmyndum íbúa.

Starfsfólki umhverfis- og skipulagssviðs er falið að fara yfir framkomnar hugmyndir, sem sumar hverjar eru nú þegar í undirbúningi eða athugun, metur þær og athugar hvort þær rúmist innan fjárhagsáætlunar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs þann 9. júlí 2020.