Fundur norrænna bæjarstjóra

Þann 29. nóvember sl. tók Reykjanesbær þátt í fyrsta rafræna fundinum með norrænum bæjarstjórum í Barnvænum sveitarfélögum sem var tileinkaður réttindum barna. Alls voru níu bæjarstjórar sem tóku þátt frá Íslandi, Finnlandi, Danmörku og Noregi.
Lesa fréttina Fundur norrænna bæjarstjóra

Aðventugarðurinn opnar með Aðventugöngu

Nú er aðventan á næsta leiti, tími eftirvæntingar og jólaljósa sem lýsa upp skammdegið og setja allt umhverfið í hátíðlegan búning. Þá opnum við líka fallega Aðventugarðinn okkar þar sem fjölskyldur geta komið saman og notið á aðventunni.
Lesa fréttina Aðventugarðurinn opnar með Aðventugöngu
Kjartan bæjarstjóri opnar sýninguna.

Sýningin TILEINKUN opnar

Sýningin TILEINKUN, opnaði hjá Listasafni Reykjanesbæjar þann 18. nóvember 2023 síðastliðinn.
Lesa fréttina Sýningin TILEINKUN opnar
Magnús Jón Kjartansson Súluverðlaunahafi

Magnús Kjartansson hlaut Súluna

Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir árið 2023, var afhent við skemmtilega athöfn í Rokksafni Íslands í Hljómahöll á laugardag . Verðlaunin eru veitt þeim sem stutt hafa vel við menningarlíf sveitarfélagsins og var þetta í tuttugasta og sjöunda sinn sem Súlan var afhent. Að þessu sinni hlaut Magnús Jón Kjartansson tónlistarmaður verðlaunin fyrir framlag sitt til dægurtónlistar og tónlistarlífs í Reykjanesbæ. Verðlaunagripurinn er silfursúla eftir listakonuna Elísabetu Ásberg.
Lesa fréttina Magnús Kjartansson hlaut Súluna

Barna- og ungmennaþing í Hljómahöll

Ungmennaráð í samstarfi við Fjörheima félagsmiðstöð héldu barna- og ungmennaþing 19. október s.l í Hljómahöll en þetta var í annað skiptið sem slíkt þing er haldið í sveitarfélaginu.Alls sóttu um 170 börn og ungmenni úr grunnskólum Reykjanesbæjar þingið en markmiðið var að veita þeim rödd innan stjó…
Lesa fréttina Barna- og ungmennaþing í Hljómahöll
Mynd fengin af vefsíðu HS veitna

Boranir hafnar á nýju vatnsbóli fyrir Reykjanesbæ

Í ljósi jarðhræringa og mögulegs eldgoss á Reykjanesi og mögulegra áhrifa þeirra á vatnsból Reykjanesbæjar að Lágum í Svartsengi hafa HS veitur og forsvarsmenn Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar unnið að því með stjórnvöldum að koma upp nýju vara vatnsbóli við Árnarétt í Garði. Nýtt vatnsból mun nýta…
Lesa fréttina Boranir hafnar á nýju vatnsbóli fyrir Reykjanesbæ

3 daga viðlagakassi

Af hverju ættu allir íbúar Reykjanesbæjar að hafa tilbúinn 3 daga viðlagakassa? Í þeim jarðhræringum sem nú standa yfir á Reykjanesinu er mikilvægt fyrir íbúa Reykjanesbæjar að vera viðbúin því að skortur geti orðið á heitu vatni og/eða rafmagni. Við hvetjum alla íbúa til að kynna sér upplýsingar u…
Lesa fréttina 3 daga viðlagakassi

Barnvæn sveitarfélög í Hörpu

Þann 2. nóvember síðast liðinn fór fram vinnustofa fyrir umsjónarfólk Barnvæns sveitarfélaga á vegum UNICEF. Tilgangurinn var að efla tengslanetið, kynnast öðrum umsjónaraðilum og læra af þeim, fá nýjar hugmyndir og læra nýja hluti sem eru gagnlegir fyrir verkefnið. Seinni hluta dagsins fór fram fu…
Lesa fréttina Barnvæn sveitarfélög í Hörpu

Þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga verður fyrst um sinn aðeins í Reykjavík

Að tillögu Almannavarna Ríkislögreglustjóra hefur verið tekin ákvörðun að bíða með að opna þjónustumiðstöð í Reykjanesbæ fyrir íbúa Grindavíkur. Unnið er að því að koma þjónustumiðstöð Almannavarna í Reykjavík í betra horf og munu þau bíða með að opna aðrar þar til reynsla hefur komist á starfsemina…
Lesa fréttina Þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga verður fyrst um sinn aðeins í Reykjavík

Skráning á lausu húsnæði fyrir Grindvíkinga

Rauði krossinn hefur sett á vefinn skráningarblað sem ætlað er þeim sem geta lánað húsnæði til þeirra Grindvíkinga sem enn eru ekki komnir í húsaskjól. Viljum við hvetja þá sem hafa húsnæði á lausu að skrá það hér: Skrá laust húsnæði.
Lesa fréttina Skráning á lausu húsnæði fyrir Grindvíkinga