Þrumandi þrettándagleði!

Árleg þrettándagleði verður haldin í Reykjanesbæ þriðjudaginn 6. janúar 2026 og hefst blysför kl. 18:00 frá Myllubakkaskóla. Bæjarbúar eru hvattir til að fjölmenna og eiga saman skemmtilega fjölskyldustund með púkum, álfum, Grýlu, jólasveinum og ýmsum öðrum kynjaverum. Luktarsmiðja í Myllubakkaskól…
Lesa fréttina Þrumandi þrettándagleði!

Flugeldarusl og hirðing jólatrjáa

Nú þegar áramótin eru að koma hvetjum við íbúa Reykjanesbæjar til að:   Hirða upp flugeldaruslið og fara með á grenndarstöðvar Reykjanesbær býður íbúum að skila stórtækari flugeldarusli í ker við hlið grenndastöðva í sínu hverfi. Þeir sem eru með lítið rusl geta flokkað það heima í viðeigan…
Lesa fréttina Flugeldarusl og hirðing jólatrjáa

Jólahús og jólafyrirtæki Reykjanesbæjar útnefnd

Íbúar í Reykjanesbæ eru margir hverjir sannkölluð jólabörn og leggja mikinn metnað í jólaskreytingar. Á aðventunni hefur því verið einstaklega notalegt að keyra um bæinn og skoða fallega upplýst hús og fyrirtæki sem lýsa upp svartasta skammdegið. Þar sem Reykjanesbær stækkar stöðugt geta glæsilegar …
Lesa fréttina Jólahús og jólafyrirtæki Reykjanesbæjar útnefnd

Aðventugarðurinn lokaður á Þorláksmessu

Vegna gulra veðurviðvarana og með öryggi gesta og þátttakenda að leiðarljósi er fyrirhugaðri dagskrá í Aðventugarðinum aflýst í dag á Þorláksmessu. Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna með okkur á aðventunni og óskum íbúum og gestum Reykjanesbæjar gleði- og friðarjóla.
Lesa fréttina Aðventugarðurinn lokaður á Þorláksmessu

Reykjanesbær afhendir Golfklúbbi Suðurnesja húsin í Leiru

Reykjanesbær hefur formlega afhent Golfklúbbi Suðurnesja húsin sem nýtt eru undir starfsemi klúbbsins í Leiru. Þar undir falla golfskálinn, aðstöðuhús og vélageymsla. Með þessari ákvörðun er markmiðið að styðja við áframhaldandi starfsemi Golfklúbbs Suðurnesja og tryggja að aðstaðan í Leiru nýtist …
Lesa fréttina Reykjanesbær afhendir Golfklúbbi Suðurnesja húsin í Leiru

Jólakveðja Reykjanesbæjar

Reykjanesbær sendir íbúum Reykjanesbæjar og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og þakkir fyrir samstarf og samfylgd á árinu. Megi nýtt ár færa ykkur gleði og frið!    Horfið hér á rafræna jólakveðju Reykjanesbæjar!
Lesa fréttina Jólakveðja Reykjanesbæjar

Opnun stofnana, safna og sundlauga um hátíðarnar

Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, söfnin og þjónustuverið eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar upplýsingar um sorphirðu. Vegna rauðra daga yfir hátíðirnar má búast við að sorphirða verði framfærð eða seinkuð um einn til tvo daga frá hefðbundinni áætlun.Á þessum tíma safnast…
Lesa fréttina Opnun stofnana, safna og sundlauga um hátíðarnar

Guðni Th. Jóhannesson heimsótti Njarðvíkurskóla

Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, heimsótti nýverið Njarðvíkurskóla þar sem hann átti samtal við nemendur í 8. til 10. bekk. Heimsóknin var bæði hátíðleg og fræðandi og gaf nemendum dýrmætt tækifæri til að kynnast ferli hans og reynslu af forsetaembættinu. Áður en Guðni ávarpaði n…
Lesa fréttina Guðni Th. Jóhannesson heimsótti Njarðvíkurskóla

Nýtt akkeri bæjarins!

Reykjanesbær vinnur nú að því að stóru og metnaðarfullu verkefni, að byggja upp nýtt og lifandi miðsvæði á Akademíureit austan við Reykjaneshöllina á horni Þjóðbrautar og Krossmóa. Þar mun rísa fjölbreytt og falleg byggð með samkomutorgi, skemmtilegum gönguás og fjölmörgum tækifærum til samveru, úti…
Lesa fréttina Nýtt akkeri bæjarins!

Aukin þjónusta í innanbæjarstrætó

Frá og með 1. janúar 2026 verða gerðar nokkrar jákvæðar breytingar á vetraráætlun innanbæjarstrætó í Reykjanesbæ. Markmiðið er að bæta þjónustuna og bregðast við breyttu fyrirkomulagi hjá landsbyggðarstrætó, Sjá frétt. Helstu breytingar: Ný morgunferð kl. 06:00 bætist við Engin hlé – akstur ver…
Lesa fréttina Aukin þjónusta í innanbæjarstrætó