231. fundur

07.06.2019 14:00

231. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 7. júní 2019 kl. 14:00

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson.
Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sigmundur Eyþórsson tæknifulltrúi, Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Samráðs- og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 266 (2019050554)

Lögð fram til kynningar fundargerð 266. fundar, dagsett 23. maí 2019 með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 14 liðum og má finna á vef Reykjanesbæjar.

Fylgigögn

Fundargerð 266. afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa 23. maí 2019

2. Gjaldskrá byggingarfulltrúa (2019051830)

Lagt fram til kynningar.

Fylgigögn

Samþykkt um gatnagerðargjald í Reykjanesbæ - eldri og ný

3. Hafnargata - Suðurgata - Deiliskipulag (2019040026)

Reykjanesbær óskar heimildar til að auglýsa deiliskipulagstillögu JeES arkitekta dags. 02.06.2019 fyrir svæðið sem afmarkast af Hafnargötu, Suðurgötu og Vatnsnesvegi.

Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna. Haldinn verði íbúafundur til kynningar á tillögunum á auglýsingatíma.

Fylgigögn

Tillaga að deiliskipulagi - Hafnargata, Suðurgata, Skólavegur og Vatnsnesvegur

4. Helguvík - Deiliskipulag (2018051551)

Stakksberg ehf. óskar heimildar til að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Stakksberg 9.

Að mati umhverfis- og skipulagsráðs þá er ekki tímabært að skoða mögulegar deiliskipulagsbreytingar í Helguvík fyrr en að nýju umhverfismati er lokið og ný og leiðrétt umhverfiskýrsla liggur fyrir. Tvískipting deiliskipulagsferlisins flækir málsmeðferð og eykur ekki á gagnsæi í kynningarferli. Umhverfis- og skipulagsráð hafnar því að auglýsa tillöguna.

Fylgigögn

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu - Helguvík, Stakksbraut 9

5. Mardalur 16-24 og 26-32 - Breyting á deiliskipulagi (2019060043)

Lóðarhafi AD verktakar ehf. óskar heimildar til að breyta skilmálum deiliskipulags fyrir raðhúsalóðirnar Mardalur 16-24 og 26-32 þ.a. heimilt sé að reisa húsin á einni hæð samkvæmt uppdrætti KRark, breyting á deiliskipulagi dags 08.05.2019.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

Fylgigögn

Uppdráttur - breyting á deiliskipulagi - Mardalur 16-24 og 26-34

6. Sjafnarvellir 4 - Fyrirspurn (2019060044)

Kristján F. Geirsson óskar heimildar til að byggja 50-55m2 bílskúr við Sjafnarvelli 4. Erindið var tekið fyrir 05.04.2019 en frestað og óskað eftir nánari gögnum sem eru nú lögð fram.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

Fylgigögn

Sjafnarvellir 4, bílskúr - erindi

7. Hringbraut 92 - Stækkun lóðar og uppfærð lóðamörk (2019060048)

B&B Guesthouse ehf. sækir um lóðastækkun.

Samþykkt með fyrirvara um meðeigendasamþykki.

Fylgigögn

Tillögur að lóðarblöðum

8. Fífudalur - Ósk um breytingu í botnlanga (2019060045)

Íbúar Fífudals leggja fram með undirskriftalista ósk um að breyta götunni í botnlanga.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda og jákvæða umsögn slökkviliðs og lögreglu.

Fylgigögn

Breyting Fífudals í botnlanga - erindi

9. Íbúðafélag Suðurnesja - Ósk um viljayfirlýsingu (2019051925)

Íbúðafélag Suðurnesja leggur fram ósk um viljayfirlýsingu frá sveitarfélaginu um að í nýju deiliskipulagi Dalshverfis (Stapahverfi) verði skipulagðar lóðir fyrir Íbúðafélagið þar sem gert verður ráð fyrir 109 íbúðum.

Deiliskipulagsvinna við Dalshverfi III (ÍB 9A) er hafin. Erindi vísað til bæjarráðs.

Fylgigögn

Ósk um viljayfirlýsingu bæjarstjórnar - erindi

10. Grindavíkurvegur - Umsókn um framkvæmdaleyfi (2019051558)

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi til breikkunar Grindavíkurvegar.

Skipulagsfulltrúa er heimilt að gefa út framkvæmdaleyfi.

Fylgigögn

Umsókn um framkvæmdaleyfi - Grindavíkurvegur

11. Aðalskipulag - Skipulagslýsing (2019060056)

Reykjanesbær óskar heimildar til að auglýsa skipulagslýsingu aðalskipulags.

Samþykkt er að auglýsa skipulagslýsinguna.

Fylgigögn

Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035 - skipulags- og matslýsing

12. Vörðubrún 3 - Viðbygging (2019051618)

Þröstur Ástþórsson óskar heimildar til að reisa viðbyggingu, breyta gluggasetningu og hurðum í samræmi við uppdrætti Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 07.05.2019. 

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

Fylgigögn

Umsókn um byggingarleyfi - Vörðubrún 3

13. Djúpivogur 9 - Viðbygging (2019051605)

Stefan C. Hardonk óskar heimildar til að reisa viðbyggingu við hús sitt að Djúpavogi 9 í samræmi við uppdrætti JeES arkitekta, dags. 23.04.2019.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

Fylgigögn

Umsókn um byggingarleyfi - Djúpivogur 9

14. Heiðarholt 27 - Lóðarstækkun (2019051899)

Lovísa Ó. Erlendsdóttir og Hallvarður Þ. Jónsson óska eftir lóðarstækkun um 4m til suðurs. Erindi var tekið fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 1. mars 2019 og hafnað. Ósk um endurskoðun ákvörðunar var lögð fram með nánari röksemdum á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 5. apríl 2019 en frestað. Nú er lagt fram bréf frá Húseigendafélaginu dags. 11. mars 2019.

Erindi hafnað þar sem girðing meðfram göngustíg á þessu svæði samræmist ekki yfirbragði hverfisins. Lögmanni verður falið að svara bréfi Húseigendafélagsins.

Fylgigögn

Bréf frá Húseigendafélaginu

15. Dreifistöð DRE-801 - Vitabraut 1 (2019060059)

HS veitur hf. óska heimildar til færslu á spennustöð í samræmi við ófullgert lóðablað breytt 29.05.2019. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa og landeigenda.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

Fylgigögn

Fyrirspurn - dreifistöð DRE-801 við Vitabraut 1, Reykjanesi

16. Fitjar - Heimild til að vinna deiliskipulag (2019060062)

Reykjanesbær óskar heimildar til að láta vinna deiliskipulag fyrir svæðið frá Fitjabakka að Stekkjarkoti og Víkingaheimum. Markmið skipulagsins er lýðheilsa, náttúruvernd og náttúruskoðun.

Samþykkt heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samvinnu við skipulagsfulltrúa.

Fylgigögn

Fitjar - ósk um heimild til að vinna deiliskipulag - erindi

17. Þórustígur 9 - Fyrirspurn um lóðarstækkun (2019060064)

Davíð R. Bjarnason og Unnur I. Karlsdóttir óska heimildar til að stækkunar á lóð til norðurs.

Erindi frestað.

Fylgigögn

Fyrirspurn - Þórustígur 9

18. Víðidalur 9 - Lóðarumsókn (2019051849)

María Guðmundsdóttir sækir um lóðina Víðidalur 9.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

Fylgigögn

Umsókn um lóð - Víðidalur 9

19. Víðidalur 9 - Lóðarumsókn (2019051970)

Anton Levchenko sækir um lóðina Víðidalur 9.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

Fylgigögn

Umsókn um lóð - Víðidalur 9

20. Eikardalur 10 - Lóðarumsókn (2019051938)

Kristján I. Sigurðarson sækir um lóðina Eikardalur 10.

Úthlutun samþykkt.

Fylgigögn

Umsókn um lóð - Eikardalur 10

21. Brekadalur 63 - Lóðarumsókn (2019060001)

Kristinn Ríkharðsson sækir um lóðina Brekadalur 63.

Úthlutun samþykkt.

Fylgigögn

Umsókn um lóð - Brekadalur 63

22. Mælaborð sviðsstjóra og framkvæmdir (2019060070)

Sviðsstjóri umhverfissviðs leggur fram mælaborð og áætlun um framkvæmdir.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. júní 2019.