16.08.2019 08:15

233. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 16. ágúst 2019 kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Hannes Friðriksson, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson.
Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.


1. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 269 og 270 (2019050554)

Lögð fram til kynningar fundargerð 269. fundar, dagsett 4. júlí 2019 með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum og má finna á vef Reykjanesbæjar.
Einnig er lögð fram til kynningar fundargerð 270. fundar, dagsett, 19. júlí 2019 með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og má finna á vef Reykjanesbæjar.

Fylgigögn:

Fundargerð 269. afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa 4. júlí 2019
Fundargerð 270. afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa 19. júlí 2019

2. Loftslagsmál – Grænt bókhald (2019080259)

Vísað til aukafundar umhverfis- og skipulagsráðs.

3. Hafnargata 27 - Deiliskipulagstillaga (2019080249)

Fasteignasalan Ásberg ehf. óskar heimildar til að vinna deiliskipulag lóðarinnar Hafnargata 27 og jafnframt að heimilt verði að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina sem lögð er fram á uppdráttum Unit ehf. dags. 26.6.2019.

Samþykkt heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi í samvinnu við skipulagsfulltrúa.

Fylgigögn:

Deiliskipulagstillaga - Hafnargata 27

4. Seljubraut 645 - Stöðuhýsi (2019080250)

Vanny´s Guesthouse slf. sækir um leyfi til að staðsetja 40-60m2 stöðuhýsi við endann á bílastæði austanmegin við gistiheimilið með umsókn dags. 29.07.2019 og lóðaruppdrætti. Ætlunin er að nota húsið sem þjónustuhús vegna reksturs gistiheimilis í 5-8 ár.

Staðsetning samkvæmt uppdrætti virðist utan lóðar. Mögulegt er að óska eftir stöðuleyfi sem gildir til eins árs. Erindi hafnað.

Fylgigögn:

Umsókn um stöðuhýsi - Seljubraut 645

5. Stapabraut 21 - Auglýsingaskilti (2019070263)

Blue Mountain ehf. og Atlantsolía ehf. sækja um að setja upp LED auglýsingaskilti á lóðinni Stapabraut 21 við Reykjanesbraut með umsókn og uppdrætti dags. 17.7.2019.

Gildandi deiliskipulag tilgreinir reit fyrir auglýsingaskilti. Sótt er um staðsetningu utan þess reits. Erindi hafnað.

 Fylgigögn:

Auglýsingaskilti Stapabraut 21 - umsókn

6. Hótel Keflavík - Viðbygging ( 2019060203)

Sækir um lóðarstækkun um 46m2 til suðurs og að byggja létt skýli við aðalinngang hótelsins samkvæmt uppdráttum Tækniþjónustu SÁ dags. 25.07.2019.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

Fylgigögn:

Hótel Keflavík, viðbygging - fyrirspurn

7. Djúpivogur 9 - Niðurstaða grenndarkynningar (2019051605)

Stefan C. Hardonk óskar heimildar til að reisa viðbyggingu við hús sitt að Djúpavogi 9 í samræmi við uppdrætti JeES arkitekta, dags. 23.04.2019. Grenndarkynningu lauk 26. júlí 2019. Ein athugasemd barst.

Heimilt að skjólveggur við pott verði 2m hár. Erindi samþykkt með fyrirvara um meðeigandasamþykki.

Fylgigögn:

Djúpivogur 9, viðbygging - umsókn

8. Fífudalur - Lokun (2019060045)

Íbúar Fífudals leggja fram með undirskriftalista ósk um að breyta götunni í botnlanga. Erindið var samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda og jákvæða umsögn slökkviliðs og lögreglu. Ein athugasemd barst um aðkomu að lóðum númer 21 og 23 víð Fífudal. Slökkvilið og lögregla hafa ekki sent umsögn.

Götunni verður lokað til bráðabirgða í annan endann til reynslu. Eftir ár í ljósi reynslunnar verður ákveðið hvort lokunin verður varanleg.

Fylgigögn:

Ósk um lokun Fífudals - erindi

9. Samviskugarður (2019080255)

Ásmundur Friðriksson leggur fram tillögu um að sveitarfélagið, jafnvel öll sveitarfélögin á Suðurnesjum skipuleggi svæði fyrir samviskubit okkar svokallaða Samviskugarða. Þar gætu þeir íbúar sem vildu jafna kolefnissporin sín, gróðursett tré á skipulögðum svæðum innan sveitarfélaganna á opnum svæðum og í nánasta umhverfi þeirra. Margir gætu þá tekið beinan þátt í að fegra umhverfið og jafna kolefnissporið sem við skiljum eftir okkur.

Ráðið fagnar góðri hugmynd og er hún í samræmi við hugmyndir Umhverfissviðs. Umhverfissvið mun vinna málið áfram.

Fylgigögn:

Samviskugarðar á Suðurnesjum - erindi

10. Bolafótur - Deiliskipulag (2019051640)

Verkfræðistofa Suðurnesja leggur fram fyrir hönd lóðarhafa tillögu að deiliskipulagi fyrir Bolafót með uppdrætti dags. maí 2019. Lóðinni Bolafæti 19 er skipt upp í fjórar lóðir. Tillagan var auglýst og engar athugasemdir bárust.

Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

Fylgigögn:

Deiliskipulagstillaga - Bolafótur

11. Mardalur 1-3 og 2-4 - Breyting á deiliskipulagi (2018080257)

Húseignir Leirdal ehf. óska eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Mardal 1-3 og 2-4. Í stað parhúsa á tveimur hæðum komi fjórar íbúðir í raðhúsum á einni hæð.

Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

Fylgigögn:

Deiliskipulagsbreyting - Mardalur 1-4

12. Hafnargata 22-24 - Deiliskipulag - Stækkun lóðar (2019050478)

Gullhjartað ehf. óskar eftir að flytja húsin við Hafnargötu 22 og 24 og óskar eftir að vera úthlutað lóðunum Klöpp, Höfnum og Bergvegi 21 undir húsin. Einnig er óskað eftir lóðastækkun. Með erindi dags 7. ágúst 2019.

Tekið er vel í að flytja húsið á auðar lóðir á Berginu þegar samþykkt deiliskipulag liggur fyrir, sem heimilar flutning á þessum húsum. Samþykkt að deiliskipulag geri ráð fyrir lóðarstækkun.

Fylgigögn:

Umsókn um stækkun lóðar og flutning á húsum - Hafnargata 22-24

13. Hrannargata 6 - Deiliskipulag (2019070008)

AOK arkitekt ehf. óskar fyrir hönd Kiwi veitinga ehf. eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir Hrannargötu 6 og næsta nágrenni með erindi dags. 9. ágúst 2019.

Samþykkt heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi í samvinnu við skipulagsfulltrúa.

Fylgigögn:

Beiðni um deiliskipulagsbreytingu - Hrannargata 6

14. Vallarbraut 12 - Breyting á deiliskipulagi (2019080268)

Riss ehf. fyrir hönd lóðarhafa óskar eftir breytingu á deiliskipulagi í samræmi við uppdrátt dags. 12.08.2019. Breytingin felst í að snúa byggingu á reit og að fjölga íbúðum um 9 í 14.

Frestað.

Fylgigögn:

Beiðni um deiliskipulagsbreytingu - Vallarbraut 12

15. Brekadalur 59 - Stækkun á byggingareit (2019080264)

Hörður Pálsson óskar eftir að stækka byggingarreit að Brekadal 59 um 2m til vesturs.

Fordæmi eru fyrir sambærilegri stækkun á byggingarreit við götuna. Erindi samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um stækkun á byggingarreit - Brekadalur 59

16. Skólavegur 48 - Stækkun (2019080265)

Óli Þór Magnússon óskar heimildar fyrir stækkun á húsi við Skólaveg 48 í samræmi við uppdrætti dags. 8. ágúst 2019.

Lagfæra þarf uppdrátt í samráði við skipulagsfulltrúa. Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

Fylgigögn:

Umsókn um stækkun á húsi - Skólavegur 48

17. Kópubraut 11 - Bílskúr (2019060400)

Svanhvít Gunnarsdóttir óskar heimildar til að byggja bílskúr við einbýlishús við Kópubraut 11.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

Fylgigögn:

Umsókn um byggingarleyfi - Kópubraut 11

18. Tjarnargata 36 - Umsókn um byggingarleyfi (2019060368)

Jóhann Smári Sævarsson, kt. 021066-4009 sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á baðherbergi sbr. aðaluppdrátt frá Beim ehf., dags. 22.0.2019. Erindi vísað til Skipulagsfulltrúa, vegna stækkunar - útlitsbreytinga.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 3.

Fylgigögn:

Umsókn um stækkun á húsi - Tjarnargata 36

19. Háholt 17 - Umsókn um byggingarleyfi (2019060451)

Anna María Sveinsdóttir, kt. 221169-5309 sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á forstofu, viðbygging úr timbri og setja svalahandrið úr stáli á svalir í austur og vestur sbr. aðaluppdráttum frá Glóru, dags. 24.05.2019.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

Fylgigögn:

Umsókn um byggingarleyfi, stækkun og svalahandrið - Háholt 17

20. Stefna í úrgangsmálum (2019070155)

Umhverfisráðuneytið leggur fram til kynningar drög að stefnu í úrgangsmálum.

Lagt fram.

Fylgigögn:

Stefna í úrgangsmálum - bréf frá Umhverfisstofnun

21. Seljudalur 1 - Lóðarumsókn (2019070286)

Xinxin Chai sækir um lóðina Seljudalur 1.

Úthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð - Seljudalur 1

22. Mardalur 1-3 - Lóðarumsókn (2019080169)

Húseignir Leirdal ehf. sækja um lóðina Mardalur 1-3.

Úthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð - Mardalur 1-3

23. Mardalur 2-4 - Lóðarumsókn (2019080168)

Húseignir Leirdal ehf. sækja um lóðina Mardalur 2-4.

Úthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð - Mardalur 2-4

24. Mýrdalur 1 - Lóðarumsókn (2019080195)

Einar S. Jónsson sækir um lóðina Mýrdalur 1.

Úthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð - Mýrdalur 1

25. Ný hreinsistöð - Kynning (2019080273)

Sviðsstjóri kynnir tillögu að staðsetningu og útliti nýrrar hreinsistöðvar fyrir skolp.

Lagt fram.

26. Mælaborð sviðsstjóra - Júlí (2019060070)

Lagt fram.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. ágúst 2019.