330. fundur

19.01.2024 08:15

330. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 19. janúar 2024, kl. 08:15

Viðstaddir: Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Eysteinn Eyjólfsson, Guðbergur Ingólfur Reynisson, Gunnar Felix Rúnarsson og Helga María Finnbjörnsdóttir.

Að auki sátu fundinn Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Daníel Örn Gunnarsson fulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.

1. Barna- og ungmennaþing Reykjanesbæjar - kynning (2023110099)

Ólafur Bergur Ólafsson umsjónarmaður ungmennaráðs og Daníel Örn Gunnarsson fulltrúi ungmennaráðs kynna niðurstöður barna- og ungmennaþings 2023 fyrir hönd ungmennaráðs.

Lagt fram.

2. 30 ára afmæli Reykjanesbæjar 11. júní 2024 - afmælissjóður (2024010135)

Þann 11. júní 2024 verða 30 ár frá því að Reykjanesbær varð til við sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna og stendur til að fagna þeim áfanga á árinu. Hægt er að sækja um styrki fyrir verkefni og viðburði sem hafa það markmið að auðga mannlíf, efla menningu, virkja íbúa og/eða laða að gesti, heiðra söguna, fegra bæinn eða styðja við fjölbreytileikann í sinni breiðustu mynd. Verkefnin mega koma til framkvæmda allt árið 2024 en sérstök afmælisáhersla verður vikuna 10.-17. júní.

Umhverfis- og skipulagsráð hvetur íbúa til að sækja um styrki á vef Reykjanesbæjar. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2024.

Fylgigögn:

Frétt um afmælissjóðinn á vef Reykjanesbæjar

Rafræn umsókn um styrk úr afmælissjóði Reykjanesbæjar

3. Ársskýrsla og starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs (2023030009)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kynnir ársskýrslu og starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Lagt fram.

4. Urðun á óvirkum úrgangi á Njarðvíkurheiði - umsagnarbeiðni (2023120262)

Skipulagsstofnun óskar umsagnar Reykjanesbæjar við fyrirspurn um matsskyldu vegna efnislosunarsvæðis á Njarðvíkurheiðum, VSÓ Ráðgjöf, Urðun á óvirkum úrgangi í Reykjanesbæ – Matsskyldufyrirspurn dags. í desember 2023.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2024.

Fylgigögn:

Umsagnarbeiðni

Urðun á óvirkum úrgangi í Reykjanesbæ - matsskyldufyrirspurn

5. Hafnargata 57 - niðurstaða grenndarkynningar (2023040291)

Mænir 230 ehf. óskar heimildar til að stækka hótel við Hafnargötu 57, hæð bætist ofan á A hluta sem snýr að Vatnsnesvegi samkvæmt uppdrætti Ark-aust dags. 10.11.2023. Grenndarkynningu er lokið. Athugasemdir bárust.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir samantekt og svör við andmælum dags. 19. janúar 2024. Tilmæli til umsækjanda er að aðstaða fyrir rútur á svæðinu verði bætt í samráði við umhverfis- og framkvæmdasvið.

Fylgigögn:

Hafnargata 57

6. Hlíðarhverfi 3. áfangi - drög að deiliskipulagi (2019120007)

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. leggja fram drög Arkís arkitekta ehf. að deiliskipulagi þriðja áfanga Hlíðarhverfis. Breyta þarf aðalskipulagi.

Erindi frestað.

7. Vatnsnes breyting á aðalskipulagi - skipulagslýsing (2019060056)

Óskað er heimildar til að auglýsa skipulags- og matslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu á miðsvæði Vatnsness, M9 unnið af VSÓ og Kanon arkitektum í janúar 2024. Svæðið er um 18,5 ha. en núgildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir 600 íbúðum á svæðinu. Við breytinguna fjölgar íbúðum í 1250 og heildar byggingarmagn eykst sem gerir ráð fyrir íbúðum og annarri þjónustu á svæðinu.

Umhverfis- og skipulagsráð veitir heimild til að auglýsa skipulagslýsinguna.

Fylgigögn:

Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035 - Breyting á miðsvæði Vatnsness (M9)

8. Pósthússtræti 5-9 - breyting á deiliskipulagi (2023110267)

Riss verkfræðistofa óskar breytinga á deiliskipulagi, heildar fjöldi íbúða á reit Pósthússtræti 5-9 aukist um 12 íbúðir, heildarfjöldi verði 114 íbúðir. Heildar hæð húsa er 27,2 m en heimilt verði að auka við þá hæð svo hámarkshæð verði 31.2 m.

Erindi frestað.

9. Hringbraut 99 - breyting á notkun (2024010308)

Glóra ehf. fyrir hönd Tacobless ehf. eigenda Hringbrautar 99 óskar heimildar til að breyta notkun efri hæðar. Um er að ræða að breyta notkun úr skrifstofu í tvær íbúðir. Fjöldi bílastæða á lóð eru 14.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2 og að aðkomu verði breytt svo bílastæði við Hringbraut falli út og aðkoma verði aðeins um Skólaveg.

Fylgigögn:

Hringbraut 99

10. Huldudalur 11-13 (2023120395)

Óskað er eftir auknu byggingarmagni á lóð en óbreyttum byggingarreit. Heimilt byggingarmagn fari úr 300 m2 í 360 m2.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.

Fylgigögn:

Huldudalur 11-13

11. Heiðarbraut 27 – breyting á húsnæði leikskóla (2023120394)

Sótt er um leyfi til breytinga innan og utanhúss á núverandi mannvirki, ásamt viðbyggingum, tveimur nýjum leikskóladeildum og stækkun á starfsmannaaðstöðu. Sbr. uppdrætti Riss verkfræðistofu dags. 27.12.2023.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.

Fylgigögn:

Heiðarbraut 27

12. Huldudalur 29-33 - breyting á byggingarreit (2023090392)

Lóðarhafi óskar óverulegrar breytingar á byggingareit, eignahlutar eru þrengdir.

Erindi frestað.

13. Iðavellir 4b (2023110348)

Sótt er um leyfi til að skipta upp núverandi skrifstofuhluta (viðbyggingu), fjölga skrifstofum úr tveimur í fjórar minni skrifstofur þ.e. tvær á hvorri hæð fyrir 2-4 starfsmenn hver sem henta betur minni fyrirtækjum eða frumkvöðlum. Hver skrifstofa verður með sér inngangi utan frá, baðherbergi og kaffiaðstöðu. Samhliða er óskað eftir leyfi til að lengja efri hæð hússins yfir eldri hluta verkstæðis byggingar með nýju „millilofti“ sem verður af sömu breidd og núverandi viðbygging en hún verður innréttuð sem vinnuaðstaða fyrir léttan iðnað eða listamann skv. uppdráttum Ónyx ehf. dags. 8.11.2023.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.

Fylgigögn:

Iðavellir 4b

14. Bjarkardalur 4b - sólstofa (2024010101)

Gunnar Gunnarsson óskar heimildar til að koma fyrir sólstofu á svölum við vesturhlið sbr. uppdrætti Funkis arkitekta dags. 25102017. Meðeigendasamþykki liggur fyrir.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.

Fylgigögn:

Bjarkardalur 4b

15. Fitjabraut 4 - fyrirspurn um viðbótarbyggingu á lóð (2024010311)

Erindið var upphaflega samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 28.09.2018 en hefur nú fallið úr gildi. Ólafur Thordersen leggur fram að nýju fyrirspurn dags. 23. ágúst 2018 um breytingu á byggingareit og á áður samþykktri byggingu.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.

Fylgigögn:

Fitjabraut 4

16. Borgarvegur 3 gistiheimili - niðurstaða grenndarkynningar (2023100225)

Sýslumaður óskar umsagnar um leyfi samkvæmt lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, til reksturs gististaðar í flokki II-C að Borgarvegi 3, Reykjanesbæ. Gestafjöldi er 6 manns. Erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir bárust.

Fjöldi bílastæða á lóð er ófullnægjandi, meðeigendasamþykki vantar.

Umhverfis- og skipulagsráð hafnar erindinu.

Fylgigögn:

Borgarvegur 3

17. Hringbraut 60 - umsókn um gistiheimili (2023100520)

Sýslumaður óskar umsagnar um leyfi samkvæmt lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, til reksturs gististaðar í flokki II-C að Hringbraut 60. Hámarksfjöldi gesta 2. Meðeigendasamþykki liggur fyrir.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.

18. Djúpivogur 2, 4 og 6 - lóðarumsókn (2024010312)

Sveinn Enok Jóhannsson óskar eftir að fá úthlutaðar lóðirnar Djúpivogur 2, 3, 4 og 6 sbr. erindi dags. 19. desember 2023 og 4. janúar 2024. Einnig að fá heimild til að vinna skipulagstillögu fyrir lóðirnar.

Erindi frestað.

19. Þróun Reykjanesbrautar milli Fitja og flugstöðvar (2019060056)

Fundargerð samráðshóps um þróun Reykjanesbrautar með fulltrúum Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar, Isavia og Kadeco.

Lagt fram.

20. Umsókn um lóð - Huldudalur 1-3 (2024010124)

VAPP ehf. sækir um lóðina Huldudalur 1-3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Samkvæmt reglum um lóðaveitingar í Reykjanesbæ gr. 3.1.1. njóta einstaklingar forgangs við úthlutun þessarar lóðar og skv. gr. 3.1.3. þá njóta einstaklingar sem hafa fengið úthlutaða lóð á sl. 5 árum ekki forgangs. umsókn þín nýtur því ekki forgangs og verður ekki með við úrdrátt. Greint verður frá niðurstöðum á næsta fundi.

21. Umsókn um lóð - Huldudalur 1-3 (2024010112)

Eyþór Jónsson sækir um lóðina Huldudalur 1-3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint verður frá niðurstöðum á næsta fundi.

22. Umsókn um lóð - Huldudalur 1-3 (2024010096)

Svanur Þór Mikaelsson sækir um lóðina Huldudalur 1-3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint verður frá niðurstöðum á næsta fundi.

23. Umsókn um lóð - Huldudalur 1-3 (2024010095)

Tómas Óskarsson sækir um lóðina Huldudalur 1-3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint verður frá niðurstöðum á næsta fundi.

24. Umsókn um lóð - Huldudalur 1-3 (2024010094)

Eyþór Salómon Rúnarsson sækir um lóðina Huldudalur 1-3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint verður frá niðurstöðum á næsta fundi.

25. Umsókn um lóð - Huldudalur 1-3 (2024010080)

Davíð Örn Hallgrímsson sækir um lóðina Huldudalur 1-3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Samkvæmt reglum um lóðaveitingar í Reykjanesbæ gr. 3.1.1. njóta einstaklingar forgangs við úthlutun þessarar lóðar og skv. gr. 3.1.3. þá njóta einstaklingar sem hafa fengið úthlutaða lóð á sl. 5 árum ekki forgangs. umsókn þín nýtur því ekki forgangs og verður ekki með við úrdrátt. Greint verður frá niðurstöðum á næsta fundi.

26. Umsókn um lóð - Huldudalur 1-3 (2024010066)

Xinxin Chai sækir um lóðina Huldudalur 1-3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Samkvæmt reglum um lóðaveitingar í Reykjanesbæ gr. 3.1.1. njóta einstaklingar forgangs við úthlutun þessarar lóðar og skv. gr. 3.1.3. þá njóta einstaklingar sem hafa fengið úthlutaða lóð á sl. 5 árum ekki forgangs. umsókn þín nýtur því ekki forgangs og verður ekki með við úrdrátt. Greint verður frá niðurstöðum á næsta fundi.

27. Umsókn um lóð - Huldudalur 1-3 (2023120404)

Kristinn Eyjólfur Guðmundsson sækir um lóðina Huldudalur 1-3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Samkvæmt reglum um lóðaveitingar í Reykjanesbæ gr. 3.1.1. njóta einstaklingar forgangs við úthlutun þessarar lóðar og skv. gr. 3.1.3. þá njóta einstaklingar sem hafa fengið úthlutaða lóð á sl. 5 árum ekki forgangs. umsókn þín nýtur því ekki forgangs og verður ekki með við úrdrátt. Greint verður frá niðurstöðum á næsta fundi.

28. Umsókn um lóð - Huldudalur 1-3 (2023120396)

Sveinn Valdimarsson sækir um lóðina Huldudalur 1-3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint verður frá niðurstöðum á næsta fundi.

29. Umsókn um lóð - Huldudalur 1-3 (2023120356)

Hörður Pálsson sækir um lóðina Huldudalur 1-3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Samkvæmt reglum um lóðaveitingar í Reykjanesbæ gr. 3.1.1. njóta einstaklingar forgangs við úthlutun þessarar lóðar og skv. gr. 3.1.3. þá njóta einstaklingar sem hafa fengið úthlutaða lóð á sl. 5 árum ekki forgangs. umsókn þín nýtur því ekki forgangs og verður ekki með við úrdrátt. Greint verður frá niðurstöðum á næsta fundi.

30. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingarfulltrúa nr. 357 (2024010105)

Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi lagði fram til kynningar fundargerð afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa nr. 357 í 17 liðum.

Fylgigögn:

Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingarfulltrúa nr. 357

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.28. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 23. janúar 2024.