Ársskýrslur Reykjanesbæjar 2020

Ársskýrslur
Ársskýrslur

Síðustu vikur hafa verið æði viðburðarríkar. Þrátt fyrir áskoranir á borð við Covid19, mikið atvinnuleysi, jarðhræringar og mögulegt eldgos hefur margt gott gerst. Stofnanir og vinnustaðir Reykjanesbæjar hafa tekið saman ársskýrslur vegna 2020 og í þeim sést vel hversu öflugt starf er unnið víðs vegar í stjórnsýslu og stofnunum sveitarfélagsins.

 

 

 

 

 

 

Ársskýrsla bæjarstjóra 2020

Í upphafi árs 2020 var engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn f.h. Reykjanesbæjar. Reksturinn gekk vel, fjárhagsstaðan sífellt betri, atvinnustig gott, þótt fall WOW í mars 2019 væri farið að hafa neikvæð áhrif, og almenn sátt í samfélaginu. Þá skall heimsfaraldur Covid19 á okkur sem og öðrum og setti allt úr skorðum...

Smella hér til að sjá ársskýrslu bæjarstjóra 2020

Ársskýrsla fjármálaskrifstofu 2020

Meginhlutverk fjármálaskrifstofu er að annast fjármálastjórn bæjarsjóðs og stofnana hans, söfnun, vinnslu og dreifingu upplýsinga til og fyrir stofnanir bæjarins, sviðsstjóra, forstöðumanna, deildarstjóra, stafsmanna, bæjarfulltrúa og bæjarbúa. Skrifstofan hefur yfirumsjón með og stýrir vinnu við fjárhagsáætlun, sér um eftirfylgni og frávikagreiningu frá fjárhagsáætlun, ásamt kostnaðargreiningu. Starfsmenn skrifstofunnar sinna mánaðarlegu uppgjöri til bæjarráðs, árshlutauppgjörum og gerð ársreiknings. Einnig sér sviðið um að veita ráðum, þ.m.t. bæjarráði4 ráðgjöf, greiningu og upplýsingar varðandi það sem snýr að fjárhagslegum þáttum þeirra mála sem eru til meðferðar. Einnig veita starfsmenn ráðgjöf og þjónustu til stofnana bæjarins varðandi það sem snýr að fjármálum og rekstri. Skrifstofan hefur yfirumsjón með fjárreiðum, skuldabréfum, greiðslu reikninga og innheimtu, álagningu fasteignagjalda sem og annarra gjalda...

SMELLA HÉR TIL AÐ SJÁ ÁRSSKÝRSLU FJÁRMÁLASKRIFSTOFU 2020

Ársskýrsla skrifstofu stjórnsýslu 2020

Árið 2019 var viðburðarríkt ár hjá skrifstofu stjórnsýslu og einkenndist árið af skipulagsbreytingum (svo sem fram kemur í framangreindum inngangi) og breytingum í starfsmannahaldi. Að þessu leyti var árið 2020 ekki jafn viðburðaríkt. Stöðugleiki einkenndi rekstur og starfsemi skrifstofu stjórnsýslu árið 2020. Engar breytingar voru á störfum stjórnenda og lykilstarfsmanna á skrifstofu stjórnsýslu á árinu 2020 og voru engar nýjar ráðningar í störfum stjórnenda eða lykilstarfsmanna á árinu utan þeirra sem ákveðnar voru á árinu 2019...

SMELLA HÉR TIL AÐ SJÁ ÁRSSKÝRSLU SKRIFSTOFU STJÓRNSÝSLU 2020

Ársskýrsla Súlunnar verkefnastofu 2020

 Í ársskýrslu Súlunnar er farið yfir helstu atriði sem áttu sér stað á árinu hjá Súlunni verkefnastofu. Allar deildir sem undir hana heyra skila af sér ársskýrslu og því endurspeglar þessi skýrsla heildina en ekki er farið í smáatriði hverrar stofnunar eða deildar fyrir sig. Forstöðumaður gerir samantekt á skipulagi skrifstofunnar, breytingum á starfsmannahaldi, eflingu starfsfólks sem undir hann heyra, breyttu verklagi, þróun og annað sem liggur fyrir að nefna í ársskýrslu. Hann ber ábyrgð á verkefnastofu og lýsir þeirri þróun sem hefur þar átt sér stað á árinu...

SMELLA HÉR TIL AÐ SJÁ ÁRSSKÝRSLU SÚLUNNAR VERKEFNASTOFU 2020

Ársskýrslur deilda innan Súlunnar verkefnastofu:

Ársskýrsla atvinnu- og viðskiptaþróunar

Ársskýrsla ferðamála

Ársskýrsla markaðassmála

Ársskýrsla menningarfulltrúa

Ársskýrsla sviðstjóra fræðslusviðs 2020

 Í eftirfarandi ársskýrslu er stiklað á stóru yfir það helsta sem fram fór á fræðslusviðinu á árinu 2020 og hvernig í grófum dráttum gekk að framfylgja verkefnum sem voru á starfsáætlun ársins. Ársskýrslu sviðsstjóra er ekki ætlað að gera innra starfi einstakra stofnana á fræðslusviði skil en þess má þó geta að árið var afar viðburðaríkt eins og endra nær. Heimsfaraldur vegna Covid-19 hafði mikil áhrif á starfsemi fræðslusviðsins eins og aðra starfsemi sveitarfélagsins og í raun á líf okkar allra sem á jörðinni búa. Engar lykiltölur eru settar fram í ársskýrslunni aðrar en þær sem koma fram í árangursmælikvörðum sviðsins, en fyrir þau ykkar sem hafið áhuga á því að kynna ykkur frekari lykiltölur í málaflokknum er bent á starfsáætlun sviðsins sem birt er á vef Reykjanesbæjar...

SMELLA HÉR TIL AÐ SJÁ ÁRSSKÝRSLU SVIÐSTJÓRA FRÆÐSLUSVIÐS 2020

Ársskýrsla umhverfissviðs 2020

Árið 2020 hefur verið eins og hjá öllum mjög einkennilegt og hefur allt starf litast mjög af heimsfaraldri sem kom til lands í upphafi árs en hafði fyrst
bein áhrif á alla starfsemi í mars/apríl. Farið var í að forgangsraða verkefnum og horft til þess að fara í verkefni sem væru mannfrek þar sem
ljóst var með lokun flugstöðvarinnar og stopp í ferðamannaiðnaðinum að litla vinnu yrði fyrir til að mynda skólafólk í sumar. Þá jókst atvinnuleysið í
Reykjanesbæ mjög við þessar aðstæður. Farið var í átak í stígagerð á árinu og var vel tekið það af íbúum og voru þessir stígar vel nýttir til útivistar og
hreyfingar þegar aðrar leiðir til þess voru lokaðir.
..

SMELLA HÉR TIL AÐ SJÁ ÁRSSKÝRSLU UMHVERFISSVIÐS 2020

Ársskýrsla velferðarsviðs 2020

Heimsfaraldurinn Covid 19 setti mark sitt á starfsemi velferðarsviðs á árinu sem og lífshætti alla, líðan starfsmanna og notenda þjónustunnar og samfélagið í heild sinni, ekki síst vegna verulegra breytinga á vinnumarkaði og atvinnuleysis sem hefur frá vormánuðum farið stígandi í sveitarfélaginu og náði 23,3% í desember. Reglur um sóttvarnir og fjöldatakmarkanir, sóttkví og einangrun og aðrar ráðstafanir sem grípa þurfti til í fyrirbyggjandi tilgangi höfðu áhrif á daglega starfsemi og þjónustu sviðsins...

Smella hér til að sjá ársskýrslu velferðarsviðs 2020