Fleiri hlynntir breytingum á deiliskipulagi í Helguvík

Fleiri íbúar eru hlynntir breytingum á deiliskipulagi í Helguvík en þeir sem eru á móti, þótt mjótt sé á munum. Alls 471 íbúi eða 50.4% er hlynntur breytingunni og þar með uppbyggingu kísilvers Thorsil ehf. Við Berghólabraut en 451 eða 48,3% á móti. 12 skiluðu auðu sem gera 1,3%. Kosningum lauk kl…
Lesa fréttina Fleiri hlynntir breytingum á deiliskipulagi í Helguvík

Mikil gleði á jólaballi fólks með fötlun á Ránni

Góð þátttaka og mikil gleði var á jólaballi fólks með fötlun sem Björn Vífill Þorleifsson veitingamaður á Ránni og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar buðu til í gær á Ránni. Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar og tónlistarmaður hélt uppi stuðinu í félagi við Kjartan Má sem…
Lesa fréttina Mikil gleði á jólaballi fólks með fötlun á Ránni

Bréfamaraþon Amnesty International í Bókasafni Reykjanesbæjar

Bókasafn Reykjanesbæjar tekur þátt í Bréfamaraþoni mannréttindasamtakanna Amnesty International þar sem fólki gefst kostur á að undirrita 12 mismunandi kort til stjórnvalda með áskorun um að stöðva gróf mannréttindabrot. Maraþonið hefst í dag og stendur til 18. desember. Á hverju ári í kringum 10. …
Lesa fréttina Bréfamaraþon Amnesty International í Bókasafni Reykjanesbæjar

Óheppilega dræm kjörsókn í íbúakosningunni

Nú líður senn að lokum 10 sólarhringa rafrænnar íbúakosningar um deiliskipulag í Helguvík. Þegar þetta er ritað, að morgni miðvikudagsins 2. des, hafa aðeins tæplega 6% íbúa á kjörskrá kosið eða um 600 manns af þeim rúmlega 10 þús. sem eru á kjörskrá. Kosningunni líkur aðfararnótt föstudagsins 4. de…
Lesa fréttina Óheppilega dræm kjörsókn í íbúakosningunni

Aðstoð við rafræn auðkenni í Bókasafni Reykjanesbæjar

Kjósendur þurfa að nota Íslykil eða rafrænt skilríki til að taka þátt í rafrænu íbúakosningunni sem nú stendur sem hæst í Reykjanesbæ. Boðið er upp á aðstoð við að nálgast Íslykil og þeir aðstoðaðir sem eiga rafrænt skilríki í Bókasafni Reykjanesbæjar á opnunartíma safnsins. Safnið er opið kl. 09:…
Lesa fréttina Aðstoð við rafræn auðkenni í Bókasafni Reykjanesbæjar

Hæstiréttur staðfestir niðurstöður héraðsdóms

Hæstiréttur Íslands staðfestir í gær niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að vísa frá kröfum AGC ehf.  á hendur Reykjanesbæ, Reykjaneshöfn og Thorsil ehf. vegna Berghólabrautar 4 í Helguvík. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöður 21. október sl. að kröfur AGC ehf. væru vanreifaðar og vísaði henni frá d…
Lesa fréttina Hæstiréttur staðfestir niðurstöður héraðsdóms

Suðurnesjaþema í Bókakonfekti í kvöld

Fimmtudagskvöldið 26.nóvember kl. 19:30 verður hið árlega Bókakonfekt Bókasafnsins í Ráðhúsinu, Tjarnargötu 12. Rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson,  Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Ásmundur Friðriksson lesa upp úr nýjustu bókum sínum. Þau tengjast öll Suðurnesjum á einn eða annan hátt. Eitthv…
Lesa fréttina Suðurnesjaþema í Bókakonfekti í kvöld
Desemberdagskrá.

Ljósin tendruð á vinabæjarjólatrénu á laugardag

Næstkomandi laugardag, 28. nóvember kl. 17, verða ljósin tendruð á jólatrénu á Tjarnargötutorgi sem vinabær okkar í Noregi, Kristiansand, hefur fært íbúum bæjarins að gjöf í yfir 50 ár. Sendiherra Noregs á Íslandi, Cecilie Landsverk, mun afhenda tréð og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Guðbran…
Lesa fréttina Ljósin tendruð á vinabæjarjólatrénu á laugardag

Mikilvægt að allir kjósi

Í nótt, aðfararnótt þriðjudagsins 24. nóvember, var opnað fyrir rafræna íbúakosningu um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík og stendur hún í 10 daga. Það er gríðarlega mikilvægt að allir íbúar Reykjanesbæjar, 18 ára og eldri, taki þátt í kosningunni. Aðeins þannig fæst fram skýr mynd af því hve…
Lesa fréttina Mikilvægt að allir kjósi

Rafræn íbúakosning er hafin

Rafræn íbúakosning um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík er hafin. Íbúum gefst kostur á að kjósa til 02:00 þann 4. desember og eins oft og hver vill, ef skoðanir kunna að breytast eftir að kosið hefur verið. Svarvalmöguleikar verða tveir, hlynntur eða andvígur deiliskipulagsbreytingunni. Ef merk…
Lesa fréttina Rafræn íbúakosning er hafin