17.01.2020 08:15

242. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 17. janúar 2020 kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson.
Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Sigmundur Eyþórsson tæknifulltrúi, Sigurður Ingi Kristófersson, deildarstjóri umhverfismála, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.

1. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 276 (2020010081)

Lögð fram til kynningar fundargerð 276. fundar, dagsett 7. janúar 2020 með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum.

Fylgigögn:

Fundargerð 276. afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa

2. Hafnargata 27 - Deiliskipulagstillaga (2019080249)

Fasteignasalan Ásberg ehf. leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Hafnargata 27 með uppdráttum frá Unit ehf. dags. 04.10.2019. Tillagan hefur verið auglýst. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma sem lauk 30. desember 2019.

Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

Fylgigögn:

Hafnargata 27 - tillaga að deiliskipulagi

3. Fjölbrautaskóli Suðurnesja - Deiliskipulag (2019090479)

Fjölbrautaskóli Suðurnesja leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar skólans með uppdráttum frá Verkfræðistofu Suðurnesja, dags. 08.10.2019. Tillagan hefur verið auglýst. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma sem lauk 30. desember 2019.

Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

Fylgigögn:

Fjölbrautaskóli Suðurnesja - tillaga að deiliskipulagi

4. Flugvellir 14 - Fyrirspurn (2019010202)

Lóðarhafi leggur fram fyrirspurn um hvort byggja megi samkvæmt framlögðum uppdráttum, hæð og umfang byggingar, byggingarmagn er samkvæmt deiliskipulagi 1400 m².

Skilmálar deiliskipulags kveða á um einhalla þak, en óskað er að hluti þaks sé láréttur.

Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

Fylgigögn:

Flugvellir 14 - fyrirspurn

5. Heiðarból 27 - Fyrirspurn (2020010200)

Guðmundur Freyr Valgeirsson óskar eftir leyfi til að stækka hús sitt við Heiðarból 27 í samræmi við uppdrátt Tækniþjónustu SÁ ehf. dags. 16.12.2019. Um er að ræða að loka af yfirbyggt skyggni við inngang þannig að anddyri stækki um 15m2. Byggja tengigang milli húsa. Bílskúr var búið að breyta í dagvistunarrými fyrir börn, dagvistun barna er hætt í húsinu.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

Fylgigögn:

Heiðarból 27 - fyrirspurn

6. Kirkjuvogur 13 - Ósk um heimild til stækkunar (2019051553)

Stofnfiskur hf. óskar heimildar til að byggja hús fyrir eldisker í samræmi við uppdrátt Tækniþjónustu SÁ dags. 16.12.2019.

Umsögn Minjastofnunar liggur fyrir. Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

Fylgigögn:

Kirkjuvogur 13 - fyrirspurn

7. Flugvallarbraut 732,733,734 og 736 - Lóðabreyting (2020010201)

Ásbrú fasteignir ehf. óska eftir uppskiptingu á lóðum í samræmi við uppdrátt OMR ehf. dags. 20.05.2019.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 3.

Fylgigögn:

Flugvallarbraut 732. 733. 734 og 736 - beiðni um uppskiptingu á lóð

8. Hafnarbakki 10 - Fyrirspurn (2019120105)

Ásmundur Ö. Valgeirsson sækir um að breyta iðnaðarhúsnæði við Hafnarbakka 10 í fjölbýlishús með 16 íbúðum, byggt verði við húsið til suðurs. Á 1. hæð austurenda byggingarinnar verði kaffihús tengt viðbyggingu. Einnig er sótt um að á norðurhlið komi stálstigi sem færi 3m út fyrir lóðmörk.

Erindi frestað.

Fylgigögn:

Hafnarbakki 10 - fyrirspurn

9. Bogabraut 960 - Útlitsbreyting (2019120208)

Heimavellir 900 ehf. óskar eftir útlitsbreytingum á Bogabraut 960. Settar eru hurðir á íbúðir 0101 og 0102 (verönd) og svalir á íbúðir á 2. og 3. hæð sbr. aðaluppdrætti frá Tækniþjónustu SÁ ehf. dags. 09.12.2019.

Fordæmi eru fyrir slíkum breytingum í hverfinu sem nauðsynlegar eru vegna öryggis íbúa. Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

Fylgigögn:

Bogabraut 960 - aðaluppdrættir

10. Bogabraut 961A - Útlitsbreyting (2019120263)

Heimavellir 900 ehf. óskar eftir útlitsbreytingum á Bogabraut 961A. Settar eru hurðir á íbúðir 0101 og 0102 (verönd) og svalir á íbúðir á 2. og 3. hæð sbr. aðaluppdrætti frá Tækniþjónustu SÁ ehf. dags. 09.12.2019.

Fordæmi eru fyrir slíkum breytingum í hverfinu sem nauðsynlegar eru vegna öryggis íbúa. Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 3.

Fylgigögn:

Bogabraut 961 - aðaluppdrættir

11. Dalsbraut 8 - Breyting á deiliskipulagi (2020010204)

Kristinn Ragnarsson arkitekt fyrir hönd lóðarhafa óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Dalsbraut 8 í samræmi við erindi dags. 09.01.2020 og uppdrátt KRark dags. 08.01.2020. Íbúðum verði fjölgað úr 14-15 í 22. Húsið verði 3 hæðir í stað 2-3 hæða. Byggingarreitur stækki til suðurs og nýtingarhlutfall aukist um 40m2 vegna A-rýma og um 600m2 vegna B-rýma (yfirbyggðar svalir og svalagangar).

Um óverulega breytingu á deiliskipulagi er að ræða. Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

Fylgigögn:

Dalsbraut 8 - tillaga að breytingu á deiliskipulagi

12. Vatnsnesvegur 7 - Fyrirspurn (2019100012)

Verkfræðistofa Suðurnesja ehf. fyrir hönd lóðarhafa leggur fram ósk um að stækka húsið um 83m² til suðurs til viðbótar þeirri stækkun sem heimiluð var eftir grenndarkynningu sem lauk án athugasemda dags 29.11.2019. Heildarstækkun hússins verður 283 m².

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 3.

Fylgigögn:

Vatnsnesvegur 7 - fyrirspurn

13. Hlíðarhverfi - Deiliskipulag (2019120007)

Umferðargreining fyrir Hlíðarhverfi og nágrenni er lögð fram.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að deiliskipulag sé unnið áfram í samræmi við framlögð gögn.

Fylgigögn:

Hlíðahverfi, gatnagerð og umferðarmál - greinargerð

14. Mardalur 16-24 - Fyrirspurn (2019060043)

KJ Hönnun fyrir hönd lóðarhafa Sæfaxa ehf. óskar eftir að fjölga íbúðum við Mardal 16-24 um eina íbúð. Íbúðir verið 6 í stað 5. Íbúðirnar verði á stærðarbilinu 90-120m2.

Ekki er grundvöllur fyrir frekari fjölgun íbúða á þessu svæði. Erindi hafnað.

15. Vatnsnesvegur 27 - Niðurstaða grenndarkynningar (2019100421)

Þorkell Bernhardsson óskar eftir breyttri innkeyrslu á lóðina Vatnsnesvegur 27.

Samþykkt var að senda erindið í grenndarkynningu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 1. nóvember 2019. Grenndarkynningu lauk án athugasemda.

Erindi samþykkt en umsækjandi mun bera allan kostnað af breytingum sem gerðar eru í samráði við umhverfissvið.

Fylgigögn:

Vatnsnesvegur 27 - fyrirspurn

16. Einidalur 5 - Lóðarumsókn (2019120261)

Dagbjört Þ. Ævarsdóttir og Hlynur Sigursveinsson sækja um lóðina Einidalur 5.

Lóðaúthlutun samþykkt.

17. Hamradalur 3 - Lóðarumsókn (2019120233)

Ester Sigurjónsdóttir sækir um lóðina Hamradalur 3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

18. Hamradalur 3 - Lóðarumsókn (2019120316)

Vignir Ragnarsson sækir um lóðina Hamradalur 3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

19. Hamradalur 3 - Lóðarumsókn (2020010102)

Stefán M. Jónsson sækir um lóðina Hamradalur 3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

20. Hamradalur 3 - Lóðarumsókn (2020010101)

Ágústa Guðmundsdóttir sækir um lóðina Hamradalur 3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

21. Hamradalur 3 - Lóðarumsókn (2020010107)

Hildur B. Jónsdóttir sækir um lóðina Hamradalur 3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

22. Starfsáætlun umhverfissviðs (2019120103)

Sviðsstjóri fór yfir drög að starfsáætlun umhverfissviðs fyrir árið 2020.

Umhverfis- og skipulagsráð þakkar starfsfólki sviðsins fyrir vandaða og vel gerða starfsáætlun.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. janúar 2020.