Svíar vilja læra af Reykjanesbæ í læsismálum

Sá góði árangur sem Reykjanesbær hefur náð í læsi að undanförnu var kynntur á læsisráðstefnu í Stokkhólmi fyrir skömmu. Svíar vilja læra af þeim aðferðum sem starfsfólk fræðslusviðs hefur notað til að bæta árangur í lestri. Árangur 4. bekkinga í íslensku er sterkasta vísbendingin um hversu vel hefur…
Lesa fréttina Svíar vilja læra af Reykjanesbæ í læsismálum

Leikskólinn Hjallatún gefur út handbók

Leikskólinn Hjallatún hefur gefið út handbókina „Í hringekju eru allir snjallir“ þar sem fjölgreindarkenning Howard Gardners er útfærð af starfsfólki leikskólans. Bókin er hugsuð fyrir þá sem vilja nota hugmyndafræði Howard Gardners í leikskólastarfi. Frá því að leikskólinn Hjallatún var stofnað…
Lesa fréttina Leikskólinn Hjallatún gefur út handbók

Rafræn íbúakosning í Reykjanesbæ

Rafræn íbúakosning um breytingu á deiliskipulagi í Helguvík fer fram 24. nóvember til 4. desember 2015. Í breytingunni fólst aðallega sameining sjö iðnaðarlóða við Berghólabraut í eina við Berghólabraut 8, vegna byggingar kísilvers á lóðinni. Íbúakosningin fer alfarið fram á netinu og notast verður…
Lesa fréttina Rafræn íbúakosning í Reykjanesbæ

50 ár liðin frá vígslu Stapa

Félagsheimilið Stapi í Njarðvík var vígt 23. október 1965. Í dag er því liðin hálf öld síðan vígsla fór fram. Þess verður minnst með afmælishófi í Stapa nk. sunnudag milli kl. 15:00 og 17:00. Bæjarbúum er boðið í kaffisamsæti til þess að halda upp á tímamótin. Byrjað var á framkvæmdum við Stapa í s…
Lesa fréttina 50 ár liðin frá vígslu Stapa

Samúðarkveðjur til vina okkar í Trollhättan

Bæjaryfirvöld hafa sent borgarstjórn og íbúum vinabæjar Reykjanesbæjar í Svíþjóð; Trollhättan, innilegar samúðarkveðjur vegna þeirra hörmungaratburða sem þar urðu í gær. Ungur maður réðst inn í grunnskóla í borginni, myrti einn kennara og einn nemanda og særði fleiri alvarlega. Starfsmenn og íbú…
Lesa fréttina Samúðarkveðjur til vina okkar í Trollhättan

Kynning á deiliskipulagi í Hlíðarhverfi (Nicel svæði)

Nú er í kynningu hjá Reykjanesbæ deiliskipulagstillaga í Hlíðarhverfi (Nicel svæði). Hægt er að kynna sér tillögurnar á tímabilinu 22. október til 3. desember 2015. Deiliskipulagssvæðið er um 14. ha sunnan Efstaleitis,vestan Holtahverfis og nær að Þjóðbraut. Á svæðinu er eingöngu reiknað með íbúðum…
Lesa fréttina Kynning á deiliskipulagi í Hlíðarhverfi (Nicel svæði)

Kaupendur fyrstu fasteignar velja Suðurnes

Hlutfall fyrstu kaupa af þinglýstum kaupsamningum það sem af er ári er hæst á Suðurnesjum, rétt rúm 32%. Þetta kemur fram í frétt á vef Þjóðskrár Íslands um fyrstu kaup. Fylgst hefur verið með upplýsingum um þinglýsingu fyrstu kaupa frá því heimild til lægri stimpilgjalda vegna fyrstu kaupa var ve…
Lesa fréttina Kaupendur fyrstu fasteignar velja Suðurnes

Færni til framtíðar kennd á uppeldisnámskeiði

Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar heitir foreldranámskeið sem fræðslusvið Reykjanesbæjar fer af stað með 20. október. Á námskeiðinu verða kenndar aðferðir til að styrkja hæfni foreldra í að laða fram æskilega hegðun hjá börnum sínum  og fyrirbyggja erfiðleika. Námskeiðið stendur yfir fjóra …
Lesa fréttina Færni til framtíðar kennd á uppeldisnámskeiði

Fjölbreytt dagskrá á borgarafundi SÁÁ

SÁÁ, samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann boðar til opins borgarafundar um áfengis- og vímuefnavandann í Bíósal Duus safnahúsa, fimmtudaginn 15. október. Fundurinn hefst kl. 20.00 og er öllum opinn. Þetta er sjötti opni borgarafundurinn sem SÁÁ hefur boðað til víða um land á þessu ári …
Lesa fréttina Fjölbreytt dagskrá á borgarafundi SÁÁ
Úr skrúðgöngu.

Heilsuleikskólinn Heiðarsel fagnar 25 ára afmæli

Heilsuleikskólinn Heiðarsel fagnaði 25 ára afmæli í gær. Margt var til gamans gert á afmælisdaginn, m.a. farið í skrúðgöngu um hverfið undir trumbuslætti. Tveir af starfsmönnum skólans, þær Ólöf Sigurrós Gestsdóttir leikskólakennari og Sigríður Hrönn Guðmundsdóttir matartækir, voru heiðraðar á afmæ…
Lesa fréttina Heilsuleikskólinn Heiðarsel fagnar 25 ára afmæli