Af 50 tillögum sem bárust í nafnasamkeppninni var nafnið Stapaskóli atkvæðamest. Nafnið tengist örnefni í nágrenninu, er stutt og þjált og enginn annar skóli ber það.
Samningur sem Reykjanesbær hefur gert við nema varðandi svigrúm í vinnuskyldu meðan á námi stendur, hefur verið hvati til að hefja nám. Hópurinn er fjölbreyttur og öflugur.
Alls 340 manns munu taka þátt í afmælismálþingi Tjarnarsels „Orð í breiðum uppi á heiðum“. Fyrirlesarar eru nánast allir úr Reykjanesbæ og nágrannasveitarfélögum.