Frá íbúafundi.

Álver í Helguvík ekki lengur inn í efnahagsspám

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ munu leggja traust sitt á eftirlitsstofnanir til að tryggja að mengun stóriðjufyrirtækja í Helguvík fari ekki yfir leyfileg mörk. Ekki sé líklegt að álver muni rísa í Helguvík á næstu árum. Mengunin er helsta áhyggjuefni þeirra íbúa sem eru mótfallnir breytingu á deiliski…
Lesa fréttina Álver í Helguvík ekki lengur inn í efnahagsspám
Frá samkomunni í Duus Safnahúsum.

Stuðningsaðilum Ljósanætur færðar þakkir

Ljósanótt var nú haldin í 16. sinn og að þessu sinni var lagt upp með nokkrar breytingar í huga.  Ákveðið hafði verið að draga úr kostnaði bæjarfélagsins við hátíðina en höfða þess í stað með ákveðnari hætti  til bæjarbúa og fyrirtækja með von um gott framlag, bæði í formi viðburða og fjármagns því …
Lesa fréttina Stuðningsaðilum Ljósanætur færðar þakkir

Reykjanes jarðvangur fær aðild að nýrri áætlun UNESCO

Reykjanes jarðvangur er nú aðili að UNESCO jarðvangsáætluninni UNESCO Global Geoparks, sem samþykkt var nýverið á aðalráðstefnu UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna í París. Áætlunin er sú fyrsta síðan Heimsminjaskráin var stofnuð árið 1972. Nýja samþykktin þykir tímabær viðurkenning …
Lesa fréttina Reykjanes jarðvangur fær aðild að nýrri áætlun UNESCO
Böðvar og Guðbrandur.

Böðvar Jónsson á met í fundarsetu í bæjarstjórn

Böðvar Jónsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins náði þeim einstaka árangri í gær að sitja sinn 400. bæjarstjórnarfund. Böðvari voru færðar sérstakar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu bæjarbúa en hann hefur verið bæjarfulltrúi í yfir 20 ár. Í máli Guðbrands Einarssonar forseta bæjarstjórnar kom …
Lesa fréttina Böðvar Jónsson á met í fundarsetu í bæjarstjórn
Frá fundi ungmennaráðs með bæjarstjórn.

Unga fólkið vill aukna fræðslu

Aukin fræðsla í skólum er það sem unga fólkið í ungmennaráð Reykjanesbæjar lagði áherslu á á fundi með bæjarstjórn í gær. Forseti bæjarstjórnar tók sérstaklega fram hversu kraftmiklar ræður unga fólksins voru en þetta er í annað sinn sem ungmennaráðið fundar með bæjarstjórn á þessu ári. Það er marg…
Lesa fréttina Unga fólkið vill aukna fræðslu

Íbúafundur vegna íbúakosningar í Stapa 19. nóvember

Íbúafundur vegna rafrænnar íbúakosningar í Reykjanesbæ 24. nóvember til 4. desember, um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík, verður haldinn í Stapa fimmtudaginn 19. nóvember kl. 20:00. Á fundinum verður tilurð og fyrirkomulag kosningarinnar kynnt, ásamt sjónarmiðum bæjaryfirvalda og íbúa sem eru …
Lesa fréttina Íbúafundur vegna íbúakosningar í Stapa 19. nóvember
Við afhendingu Súluverðlauna

Rannveig Garðarsdóttir leiðsögumaður fékk Súluna

Rannveig Lilja Garðarsdóttir svæðisleiðsögumaður fékk Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar árið 2015 fyrir framlagt sitt til kynningar á menningu og sögu Suðurnesja. Verðlaunin voru veitt í Duus safnahúsum í kvöld og á sama tíma var sýningin „Kvennaveldið: Konur og kynvitund“ opnuð í húsinu. Þar…
Lesa fréttina Rannveig Garðarsdóttir leiðsögumaður fékk Súluna

Samkomulag sem miðar að fækkun brota og öflugari forvörnum

Opnunartími veitinga- og skemmtistaða í Reykjanesbæ verður styttur frá og með 1. desember nk. og reglur um persónuskilríki hertar. Þá skulu gestir hafa yfirgefið staðinn kl. 04.30. Ekki verður heimilt að hleypa inn á staðinn eftir kl. 04:00 né selja áfengi.  Einungis tekið við gildum persónuskilríkj…
Lesa fréttina Samkomulag sem miðar að fækkun brota og öflugari forvörnum

Deilt um skaðsemi gúmmíkurls

Engar óyggjandi sannanir hafa borist á skaðsemi svarts gúmmíkurls, sk. SBR gúmmí, á heilsu fólks, þó kurlið sem slíkt sé ekki æskilegt til notkunar á sparkvöllum þar sem það innheldur eiturefni eins og allt svart gúmmí. Minni líkur eru á skaðsemi við notkun kurls utandyra. Læknafélag Íslands hefur…
Lesa fréttina Deilt um skaðsemi gúmmíkurls
Eitt af verkunum á sýningunni.

Kvennaveldið og Menningarverðlaunin

Ný sýning í Listasafni Reykjanesbæjar „Kvennaveldið: Konur og kynvitund“ heitir sýning sem opnuð verður á vegum Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum í Reykjanesbæ föstudaginn 13. nóvember kl. 18. Á sýningunni er að finna verk eftir tólf listakonur, Doddu Maggý, Guðnýju Kristmanns, Guðrúnu Tr…
Lesa fréttina Kvennaveldið og Menningarverðlaunin