Samfélagslöggan heimsótti Stapaleikskóla og færði börnunum bangsa
12.09.2025
Fréttir, Leikskólar
Á þriðjudaginn 9. september var sannkallaður hátíðisdagur í Stapaleikskóla þegar fulltrúar frá samfélagslögreglu komu færandi hendi í heimsókn til yngstu nemendanna. Lögreglumennirnir gáfu börnunum bangsa sem nefnist Blær, en hann er mikilvægur hluti af Vináttu, forvarnarverkefni Barnaheilla gegn ei…