Halldóra G. Jónsdóttir ráðin sviðsstjóri Menningar- og þjónustusviðs

Halldóra G. Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra Menningar- og þjónustusviðs Reykjanesbæjar. Starfið var auglýst undir lok árs 2025 og bárust alls 29 umsóknir en tveir drógu umsókn sína til baka.   Halldóra hefur gegnt starfi sviðsstjóra Menningar- og þjónustusviðs í afleysingum síðast…
Lesa fréttina Halldóra G. Jónsdóttir ráðin sviðsstjóri Menningar- og þjónustusviðs

Fólkið okkar – Steindór Gunnarsson

„Fólkið okkar“ er liður á samfélagsmiðlum Reykjanesbæjar, þar sem markmiðið er að varpa ljósi á öll þau fjölbreyttu störf sem unnin eru hjá bænum og allt það góða fólk sem þar starfar. Að þessu sinni kynnum við Steindór Gunnarsson, kennara og leiðbeinanda við Njarðvíkurskóla, þar sem hann hefur star…
Lesa fréttina Fólkið okkar – Steindór Gunnarsson
Ljósmynd: Stefán Magnússon

Ný gjaldskrá hefur tekið gildi

Ný gjaldskrá Reykjanesbæjar tók gildi um áramótin og gildir fyrir árið 2026. Í gjaldskránni felst meðal annars lækkun á álagningarhlutfalli fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði. Útsvarshlutfall og gjald fyrir úrgangshirðu haldast óbreytt frá fyrra ári. Lítilsháttar hækkun verður á flestum gjaldaliðum …
Lesa fréttina Ný gjaldskrá hefur tekið gildi

Morgunferðir innanbæjarstrætó

Reykjanesbær hefur bætt við morgunferð á leiðum R1 og R3 sem leggur af stað kl. 06:00 frá miðstöð og stoppar samkvæmt tímatöflum hér fyrir neðan. Markmiðið er að bæta þjónustuna og bregðast við breytingum á leiðarkerfi landsbyggðarvagna frá Vegagerðinni.
Lesa fréttina Morgunferðir innanbæjarstrætó

Við leitum að mannauðsstjóra!

Reykjanesbær leitar að reynslumiklum og metnaðarfullum mannauðsstjóra til að leiða og þróa mannauðsmál sveitarfélagsins. Um er að ræða lykilhlutverk þar sem áhersla er lögð á faglegan stuðning við stjórnendur og starfsfólk, öflugt samstarf og markvissa innleiðingu mannauðsstefnu Reykjanesbæjar. Sta…
Lesa fréttina Við leitum að mannauðsstjóra!

Þrumandi þrettándagleði!

Árleg þrettándagleði verður haldin í Reykjanesbæ þriðjudaginn 6. janúar 2026 og hefst blysför kl. 18:00 frá Myllubakkaskóla. Bæjarbúar eru hvattir til að fjölmenna og eiga saman skemmtilega fjölskyldustund með púkum, álfum, Grýlu, jólasveinum og ýmsum öðrum kynjaverum. Luktarsmiðja í Myllubakkaskól…
Lesa fréttina Þrumandi þrettándagleði!

Flugeldarusl og hirðing jólatrjáa

Nú þegar áramótin eru að koma hvetjum við íbúa Reykjanesbæjar til að:   Hirða upp flugeldaruslið og fara með á grenndarstöðvar Reykjanesbær býður íbúum að skila stórtækari flugeldarusli í ker við hlið grenndastöðva í sínu hverfi. Þeir sem eru með lítið rusl geta flokkað það heima í viðeigan…
Lesa fréttina Flugeldarusl og hirðing jólatrjáa

Jólahús og jólafyrirtæki Reykjanesbæjar útnefnd

Íbúar í Reykjanesbæ eru margir hverjir sannkölluð jólabörn og leggja mikinn metnað í jólaskreytingar. Á aðventunni hefur því verið einstaklega notalegt að keyra um bæinn og skoða fallega upplýst hús og fyrirtæki sem lýsa upp svartasta skammdegið. Þar sem Reykjanesbær stækkar stöðugt geta glæsilegar …
Lesa fréttina Jólahús og jólafyrirtæki Reykjanesbæjar útnefnd

Aðventugarðurinn lokaður á Þorláksmessu

Vegna gulra veðurviðvarana og með öryggi gesta og þátttakenda að leiðarljósi er fyrirhugaðri dagskrá í Aðventugarðinum aflýst í dag á Þorláksmessu. Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna með okkur á aðventunni og óskum íbúum og gestum Reykjanesbæjar gleði- og friðarjóla.
Lesa fréttina Aðventugarðurinn lokaður á Þorláksmessu

Reykjanesbær afhendir Golfklúbbi Suðurnesja húsin í Leiru

Reykjanesbær hefur formlega afhent Golfklúbbi Suðurnesja húsin sem nýtt eru undir starfsemi klúbbsins í Leiru. Þar undir falla golfskálinn, aðstöðuhús og vélageymsla. Með þessari ákvörðun er markmiðið að styðja við áframhaldandi starfsemi Golfklúbbs Suðurnesja og tryggja að aðstaðan í Leiru nýtist …
Lesa fréttina Reykjanesbær afhendir Golfklúbbi Suðurnesja húsin í Leiru