Upplýsingar varðandi Covid-19
Upplýsingar varðandi Covid-19

Nýjar reglugerðir um samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti, 15. apríl 2021 og er gert ráð fyrir að þær gildi í þrjár vikur.

Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20 manns, hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt með takmörkunum. Í skólum breytast nálægðarmörk á öllum skólastigum úr 2 metrum í 1 og leik- og grunnskólabörnum verður heimilt að stunda skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf á ný.  

Bæjarbúar, eins og aðrir landsmenn, eru hvattir til að sýna ítrustu varkárni í sínu daglega lífi og virða sóttvarnarreglur.

Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um breytingar sem hafa verið gerðar á þjónustu Reykjanesbæjar 

 

Grunnskólar - skipulag frá 15. apríl

Skipulag skólastarfs frá fimmtudeginum 15. apríl er með eftirfarandi hætti. Skipulagið byggir á reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem gildir til og með 5. maí 2021. Tilhögun skólastarfsins getur verið ólíkt milli skóla þar sem aðstæður eru mismunandi.

Í grunninn byggist skipulagið á eftirfarandi þáttum með einstaka undantekningum:

 • Nemendur í 1.–10. bekk fá kennslu samkvæmt stundaskrá. En samkvæmt reglugerð eru þeir undanþegnir 1 metra nálægðartakmörkun sem og grímuskyldu. Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í 1.–10. bekk í hverju rými. Blöndun milli hópa innan skóla er heimil.
 • 20 starfsmenn mega vera saman í rými og þeim er heimilt að fara á milli hópa. Sé starfsfólki ekki unnt að tryggja 1 metra nálægðartakmörkun sín á milli og gagnvart nemendum ber þeim að nota andlitsgrímur. Sömu reglur gilda um starfsfólk skólaþjónustu og tónlistarskóla.
 • Frístundaheimilin verða opin til kl. 16:15.
 • Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem í matsal, við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að starfsfólk notist við andlitsgrímu.
 • Viðburðir tengdir starfi eða félagslífi grunnskóla, svo sem fyrirlestrar, upplestrarkeppnir o.fl., eru óheimilar fyrir aðra en nemendur og starfsfólk.
 • Foreldrar og aðstandendur skulu ekki koma inn í skólabyggingar nema nauðsyn beri til og skulu þá nota andlitsgrímur.
 • Aðrir en starfsmenn sem koma inn í grunnskóla, svo sem vegna vöruflutninga skulu bera andlitsgrímur og gæta sóttvarnaráðstafana.


Við hvetjum alla til þess að gæta að persónulegum smitvörnum, minnum á mikilvægi handþvottar og notkun spritts. Við erum í þessu saman.

Leikskólar

Samkvæmt reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem gildir frá 1. apríl til og með 15. apríl 2021 gildir eftirfarandi um leikskóla:

 •  Engin fjölda- eða nálægðartakmörkun gildir um börn á leikskólaaldri.
 • Hámarksfjöldi fullorðinna er 20 manns í rými, en starfsmenn mega fara milli rýma.
 • Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli en nota grímu ella.
 • Starfsfólki ber ekki skylda til að nota andlitsgrímur í samskiptum við börn.
 • Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi.
 •  Foreldrar og aðstandendur skulu ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til og skulu þá nota andlitsgrímu.
 •  Aðrir sem koma inn á leikskóla svo sem vegna vöruflutninga skulu gæta 2 metra nálægðartakmörkunar, bera andlitsgrímur og gæta sóttvarnarráðstafana.
 •  Ráðstafanir skulu gerðar til að þrífa og sótthreinsa byggingar eftir hvern dag.

Tónlistarskóli

Samkvæmt reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem gildir frá 15. apríl  til og með 5. maí -  gildir eftirfarandi um tónlistarskóla:

 • Halda skal 1 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks og nemenda. Annars skal nota grímur sé þess kostur.
 • Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 börn á grunnskólaaldri.
 •  Viðburðir eru heimilir fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri með sömu skilyrðum og gildir um skólastarf þeirra.
 •  Nemendur fæddir 2004 eða fyrr skulu nota andlitsgrímur ef 1 metra nálægðartakmörkunum verður ekki við komið, sé þess kostur.
 • Um viðburði tengda starfi eða félagslífi tónlistarskóla, svo sem tónleikar, þegar um er að ræða eldri nemendur (f. 2004 og fyrr) fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.
 •  Foreldrar og aðstandendur skulu ekki koma inn í tónlistarskólann nema brýna nauðsyn beri til. Þeir skulu gæta að 1 metra nálægðartakmörkun jafnt sín á milli sem og gagnvart starfsfólki og skulu bera andlitsgrímur.
 •  Aðrir en starfsmenn sem koma inn í tónlistarskóla s.s. vegna vöruflutninga skulu bera andlitsgrímur, gæta að 1 metra nálægðartakmörkunum og gæta sóttvarnarráðstafana.
 •  Ráðstafanir skulu gerðar til að þrífa og sótthreinsa byggingar og búnað eftir hvern dag og milli einstaklinga og hópa í sama rými.

íþrótta- og tómstundastarf

Allt íþróttastarf er hafið, grunnskólabörn geta stundað skipulagt íþrótta-, æskulýðs og tómstundastarf og fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi fimmtudaginn 15. apríl. Sundlaugar hafa opnað aftur og starfsemi líkamsræktarstöðva hefur opnað á ný en með takmörkunum.

Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi

Fjörheimar - 88 húsið, menningarmiðstöð unga fólksins hefur opnað á ný – 50 mega koma saman.

Sundstaðir

Sundmiðstöð Reykjanesbæjar og Sundlaug Njarðvíkur eru opnar en einungis fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Minnt er á mikilvægi þess að fólk gæti vel að sóttvörnum og fylgi reglum.

Ráðhúsið

Þjónustuver Reykjanebæjar er opið. Þrátt fyrir það eru íbúar hvattir til að nota aðrar þjónustuleiðir, hringja í sima 421-6700, nota netspjall á heimasíðu sveitarfélagsins eða senda póst á reykjanesbaer@reykjanesbaer.is. Við biðjum íbúa að koma ekki í þjónustuverið nema brýna nauðsyn beri til.

Þar sem fjöldatakmarkanir miðast við 20 manns í sama rými getur sú staða komið upp að stýra þurfi aðgangi inn í þjónustuverið.

 • Það er grímuskylda hjá fullorðnum og gestir verða að virða tveggja metra regluna og spritta hendur.

Fræðsluskrifstofa

Fræðsluskrifstofa leggur áherslu á að halda úti sem bestri þjónustu og leitað sé leiða sem taldar eru henta hverju sinni. Starfsmenn fræðsluskrifstofu nýta fjarlausnir þegar það er hægt, ásamt því að fara í skólabyggingar og hitta börn, foreldra og starfsmenn skóla þar sem öllum sóttvarnarráðstöfunum er fylgt. Þeir sem þurfa að ná sambandi við starfsmenn fræðslusviðs geta hringt í þjónustuver Ráðhússins í síma 421-6700 eða sent tölvupóst. Vakin er athygli netfangaskrá starfsmanna.

Vinnustaðir velferðarsviðs

Skrifstofa velferðarsviðs leggur áherslu á að þjónusta flest erindi íbúa í gegnum síma og/eða tölvu og eru íbúar hvattir til að nýta sér þjónustugáttina Mitt Reykjanes, tölvupósta og síma. Dregið verður úr viðtölum á skrifstofu eins og kostur er. Þjónustuverið í Ráðhúsinu er með óbreyttan opnunartíma og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við þjónustuverið í síma 421-6700.

Tilkynningarskilda til barnaverndar
Hægt er að hafa samband við 112 til að koma á framfæri tilkynningum til barnaverndar.

Björgin - geðræktarmiðstöð Suðurnesja

Björgin er opin með eftirfarandi takmörkunum:

Opnunartími Bjargarinnar er mánudaga til fimmtudaga frá kl.8.30 til 15.30 og kl.8.30 til 13.00 á föstudögum.

 • Endurhæfingarhóp er skipt í tvennt og mætir hann á þriðjudögum og fimmtudögum.
  Athvarf er opið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.
 • Það verða engar hópskiptingar en þess í stað gildir „fyrstur kemur fyrstur fær reglan“. Þar sem fjöldatakmarkanir miðast við 20 manns í sama rými getur komið upp sú staða að vísa þurfi einstaklingum frá þegar hámarksfjölda hefur verið náð.

Notendur Bjargarinnar fá áfram þjónustu í gegnum síma og fjarfundabúnað ef þess er óskað. Hægt er að ná í starfsmenn í síma 420-3270 alla virka daga á milli klukkan 8:00 og 16:00.

Það er einnig hægt að senda starfsmönnum tölvupóst.

Netföng starfsmanna:

Björgin (allir ráðgjafar Bjargarinnar) - bjorgin@reykjanesbaer.is
Díana - diana.hilmarsdottir@reykjanesbaer.is
Elín - elin.arnbjornsdottir@reykjanesbaer.is
Helga - helga.r.atladottir@reykjanesbaer.is
Karítas - karitas.l.rafnkelsdottir@reykjanesbaer.is
Magnea - magnea.gretarsdottir@reykjanesbaer.is

Fólk er hvatt til að mæta í gönguferðir sem farnar eru frá Björginni klukkan 11:00 alla virka daga. Fer þó eftir veðri og vindum.

Nesvellir – þjónustumiðstöð verður opin.

Matsalurinn á Nesvöllum er opinn. Fjöldatakmarkanir gilda í matsalnum og nauðsynlegt er að virða fjarlægðartakmarkanir. Heimsending matar er óbreytt og í boði alla daga vikunnar. Skráningar er krafist í matsalinn í síma 420-3400 einnig er hægt að panta heimsenda mat í sama símanúmeri.

Listasmiðja að Nesvöllum er opin. Starfsemin hefur verið aðlöguð að reglum um fjöldatakmarkanir og sóttvarnir. Bingó, boccia, leikfimi og brids fellur niður. Skráningar er krafist í listasmiðju í síma 420-3400. Nánari upplýsingar um félagsstarf aldraðra má finna á Facebook síðu Nesvalla.

Dagdvalir aldraðra að Nesvöllum og í Selinu verða opnar með sama fyrirkomulagi og verið hefur undanfarið. Dagdvalirnar eru lokaðar fyrir öðrum en dvalargestum.

Upplýsingar um heimaþjónustu og aðra þjónustu fyrir eldri borgara er hægt að nálgast í síma 420-3400 eða á heimasíðu Reykjanesbæjar og á Facebooksíðunni Nesvellir.

Hæfingarstöðin

Hæfingarstöðin verður opin fyrir þjónustunotendur en lokuð fyrir utanaðkomandi á meðan núverandi fjöldatakmörkun gildir.

Umhverfis- og skipulagssvið - viðtalstímar

Það er ekki hægt að taka á móti gestum á viðtalstímum byggingarfulltrúa. Viðskiptavinum er bent á að hringja í þjónustuver Reykjanesbæjar.

Bókasafn Reykjanesbæjar

Bókasafnið er opið en lesaðstaða verður áfram lokuð. Þar sem fjöldatakmarkanir miðast við 20 manns í sama rými getur sú staða komið upp að stýra þurfi aðgangi inn í bókasafnið. Það er grímuskylda hjá fullorðnum og gestir verða að virða tveggja metra regluna og spritta hendur.

Þú getur líka pantað bók. 
1. Þú sendir póst á netfangið bokasafn@reykjanesbaer.is, hringir í síma 421-6770 eða nýtir samfélagsmiðla  safnsins, Facebook og Instagram, til að óska eftir bókum á milli klukkan 09:00 og 12:00 alla virka daga.

2. Þú sækir bækurnar næsta virka dag á milli klukkan 10:00 og 16:00.

3. Þú nýtur lestursins.

Skila bók
Skilalúga safnsins er við aðalinngang ráðhússins og hægt er að skila í hana hvenær sem er.

Duus Safnahús

Duus Safnahús er opið og safninu er skipt í tvennt. Enginn samgangur er á milli hólfa.

 • Það er grímuskylda hjá fullorðnum og gestir verða að virða tveggja metra regluna og spritta hendur.

Hljómahöll

Hljómahöll og Rokksafn Íslands er opið og gætt er að öllum sóttvörnum. 20 manna hámarksfjöldi gesta..

 • Það er grímuskylda hjá fullorðnum og gestir verða virða tveggja metra regluna, spritta hendur ásamt því að nota hanska.

Almenningssamgöngur í Reykjanesbæ

Hertar sóttvarnaaðgerðir hafa ekki áhrif á starfsemi almenningssamgangna.

 • Það er grímuskylda fyrir viðskiptavini og vagnstjóra um borð í vögnum en börn fædd 2005 og síðar eru undanþegin  grímuskyldu.
 • Strætó er undanskilinn reglunni um 10 manna hámarksfjölda
 • Farþegar þurfa að gæta að persónulegum sóttvörnum.
 • Viðskiptavinir skulu ekki nota almenningssamgöngur ef þeir eru með flensueinkenni

The government's stricter disease control measures will not affect public transport operations.

 • There is a mask obligation for demands and coach drivers onboard public coaches.
 • Children born in or after 2005 are exempt from the obligation to wear a mask.
 • The buses are exempt from the rule of a maximum of 10 people.
 • We remind you to keep a distance and sanitiser use. Customers should not use public transport if they have flu symptoms.