Ný strætóskýli tekin í notkun á Ásbrú

Ný og glæsileg strætóskýli hafa verið sett upp á Ásbrú og núna á föstudaginn 6. júní verða þau tekin í notkun. Markmiðið með uppsetningu nýju skýlanna er að bæta aðstöðu fyrir þá sem nýta sér almenningssamgöngur, tryggja aukið skjól og öryggi fyrir farþega, og þá sérstaklega skólabörn sem ferðast da…
Lesa fréttina Ný strætóskýli tekin í notkun á Ásbrú

Njarðvíkurskóli sigurvegari í stuttmyndakeppni Sexunnar

Njarðvíkurskóli hefur unnið stuttmyndakeppni Sexunnar 2025 með myndinni Áhrif eineltis. Sexan er árlegt jafningjafræðsluverkefni, á vegum Neyðarlínunnar og fjölmargra samstarfsaðila, sem miðar að því að fræða ungt fólk um birtingarmyndir stafræns ofbeldis ásamt öðrum málefnum sem snerta ungmenni í d…
Lesa fréttina Njarðvíkurskóli sigurvegari í stuttmyndakeppni Sexunnar

Umhverfisvaktin 2 júní - 8 júní.

Hér getur þú fylgst með framvindu framkvæmda í bænum og fengið nýjustu upplýsingar. Um lifandi gögn er að ræða sem breytast reglulega og gefa góða mynd af því sem er í gangi í bænum hverju sinni. Viðgerð á hitaveitu á gatnamótum Faxabrautar og Sunnubrautar. Til stendur að fara í viðgerð á hitaveit…
Lesa fréttina Umhverfisvaktin 2 júní - 8 júní.
Á mynd eru formaður slysavarnadeildarinnar Dagbjargar Sigurlaug Erla Pétursdóttir, Berglind Ásgeirs…

Gjöf frá björgunarsveitinni Suðurnes

Á Uppstigningardag bauð björgunarsveitin Suðurnes til vígsluhófs á nýjum björgunarbáti sveitarinnar í blíðskaparveðri við Keflavíkurhöfn. Að því tilefni gaf björgunarsveitin ásamt slysavarnadeildinni Dagbjörgu, sveitarfélaginu björgunarbúnað til að setja upp hjá Skessunni í hellinum við smábátahöfn…
Lesa fréttina Gjöf frá björgunarsveitinni Suðurnes

Tvö skemmtiferðaskip til Reykjanesbæjar

Tvö skemmtiferðaskip leggja að hjá Reykjaneshöfn í lok sumars sem býður upp á spennandi tækifæri fyrir bæði bæjarbúa og fyrirtæki í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum. Fyrst kemur skipið Azamara Quest þann 31. ágúst. Þetta glæsilega skip er 181 metra langt, um 30.000 brúttótonn að stærð og með um 700 far…
Lesa fréttina Tvö skemmtiferðaskip til Reykjanesbæjar

Verið velkomin í Sjómannamessu!

Sjómannamessa verður haldin á vegum Keflavíkurkirkju á sjómannadaginn 1. júní kl. 11:00 í Bíósal Duus safnahúsa. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju leiða söng við undirleik Arnórs Vilbergssonar organista. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Við lok stundar verður gengið að minnismerki sjómanna við Hafnarg…
Lesa fréttina Verið velkomin í Sjómannamessu!

Nýsköpunarfræ á Suðurnesjum!

Nemendur úr Háaleitisskóla, Njarðvíkurskóla og Stóru-Vogaskóla hlutu verðlaun og viðurkenningar í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2025. Alls fengu þrjár hugmyndir frá skólunum á suðurnesjum viðurkenningu og 15.000 króna verðlaun hver. Háaleitisskóli átti tvær hugmyndir í lokakeppninni, þar á meðal f…
Lesa fréttina Nýsköpunarfræ á Suðurnesjum!

Skráning í frístundir og sumarnámskeið er hafin

Nú er opið fyrir skráningu í frístundir og sumarnámskeið í Reykjanesbæ og er margt spennandi í boði fyrir alla aldurshópa. Öll ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi – hvort sem áhuginn liggur í íþróttum, listum, útivist eða annarri tómstundastarfsemi. Frístundavefurinn frístundir.is veitir yfi…
Lesa fréttina Skráning í frístundir og sumarnámskeið er hafin

Ungmennaráð Reykjanesbæjar fundaði með bæjarstjórn Reykjanesbæjar

Þriðjudaginn 20.maí síðastliðinn hélt Ungmennaráð Reykjanesbæjar sameiginlegan fund með bæjarstjórn Reykjanesbæjar í Stapanum í Hljómahöll. Fundurinn var seinni fundur ráðsins í ár með bæjarstjórn en ráðið fundar með bæjarstjórn tvisvar á ári.   Að þessu sinni var fundurinn með sérstöku…
Lesa fréttina Ungmennaráð Reykjanesbæjar fundaði með bæjarstjórn Reykjanesbæjar

Holtaskóli sigrar Skólahreysti

Á laugardag fór fram úrslitakeppni Skólahreysti og hafnaði Holtaskóli í 1. sæti og sigraði þar með Skólahreysti! Í Mosfellsbænum kepptu 12 skólar til úrslita, 8 skólar sem höfðu sigrað sinn riðil í undakeppninni og 4 skólar sem höfðu verið stigahæstu skólarnir í 2. sæti. Í liði Holtaskóla voru þau …
Lesa fréttina Holtaskóli sigrar Skólahreysti