Þórshamarinn

Reykjavíkurtorg, á mótum Hafnargötu og Þjóðbrautar.

Verk eftir Ásmund Sveinsson, eins af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar.

Verkið var gert árið 1962 og sýnir þrumuguðinn Þór með hamarinn Mjölni. Það var borgarstjórinn í Reykjavík, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem afhjúpaði verkið á Reykjavíkurtorgi á Ljósanótt 2007. Reykjavíkurtorg er fyrsta torgið af fimm sem fyrirhugað er að setja á nýja aðal innkomu í bæinn, Þjóðbraut. Listamaðurinn sagði sjálfur að við gerð þessa verks hefði hann séð fyrir sér að það nyti sín best undir berum himni. Reykjavíkurborg fól Reykjanesbæ að varðveita verkið um ókomna tíð á þann hátt sem listamaðurinn hefði haft í huga.