Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2022 til og með 2025 á bæjarstjórnarfundi 7. desember 2021.

Forsendur fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar fyrir árin 2022 til og með 2025 eru að mestu leyti byggðar á þjóðhagsspá Hagstofu.

Drög að fjárhagsáætlun var lögð fyrir bæjarráðsfund þann 28. október sem var vísað til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 2. nóvember. Gerðu þau drög ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu í A hluta sem nemur 991,8 m.króna og í samstæðu A og B hluta 294,2 m.króna.

Nokkrar breytingar urðu bæði á tekjum og gjöldum í A hluta á milli fyrri umræðu og þeirri seinni.

 

 1. 02.11.21 - drög að fjárhagsáætlun 2022 – 2025 lögð til fyrri umræðu í bæjarstjórn

 2.  18.11.21 - tillaga að breytingu á ramma lögð fyrir bæjarráð; hækkun á útsvarstekjum 523.856.000,-

 3. 18.11.21 - tillaga að breytingu á ramma lagt fyrir bæjarráði; hækkun á útgjaldaramma vegna BS 17.000.000,-

 4.  18.11.21 - tillaga að breytingu á ramma lagt fyrir bæjarráði; hækkun á útgjaldaramma vegna SSS 16.775.000,- og vegna HES 3.685.000,-

 5. 25.11.21 - tillaga að breytingu á ramma lagt fyrir bæjarráð; hækkun á útgjaldaramma vegna Almannavarna 2.500.000,-

 6. 25.11.21 - tillaga að breytingu á ramma lagt fyrir bæjarráð; hækkun á útgjaldaramma Velferðarsviðs vegna liðveislu 10.000.000,-, vegna sérstaks húsnæðisstuðnings 8.000.000,- og vegna Skjólsins 15.000.000,-

 7. 25.11.21 - tillaga að breytingu á ramma lagt fyrir bæjarráð; hækkun á útgjaldaramma Fræðslusviðs vegna niðurgreiðslu á daggæslu 17.000.000,-

 8. 25.11.21 - tillaga að breytingu á ramma lagt fyrir bæjarráð; hækkun á útgjaldaramma Íþrótta- og tómastundasviðs vegna hvatagreiðslna um 8.000.000,- og vegna verkefna Ungmennaráðs um 5.000.000,-

 9. 25.11.21 - tillaga að breytingu á ramma lagt fyrir bæjarráð; hækkun á útgjaldaramma skrifstofu stjórnsýslu vegna ritun sögu Keflavíkur 4.800.000,-

 10.  25.11.21 - tillaga að breytingu á ramma lagt fyrir bæjarráð; hækkun á útgjaldaramma Súlunnar vegna markaðsmála 6.000.000,-

 11. 02.12.21 - tillaga að breytingu á ramma lagt fyrir bæjarráð; hækkun á útgjaldaramma Velferðarsviðs vegna tilsjónar 10.700.000,-, vegna Janusarverkefnis 11.800.000,-, vegna „Allir með“ verkefnis 6.500.000,- og vegna beingreiðslusamnings í málefnum fatlaðra 40.000.000,-

Leiðir það til neikvæðrar rekstrarniðurstöðu á A hluta að fjárhæð 650,7 m.króna og jákvæðrar rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 46,8 m.króna í samstæðu A og B hluta á árinu 2022.

 • Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar ársins 2022 eru:
 • Tekjur samstæðu (A+B hluti) verða 26,9 milljarða.kr.
 • Tekjur bæjarsjóðs (A hluti) verða 18,5 milljarðar.kr.
 • Gjöld samstæðu (A+B hluti) verða 22,7 milljarða.kr.
 •  Gjöld bæjarsjóðs (A hluti) verða 17,7 milljarða.kr.
 • Framlegð samstæðu (A+B hluti) verður 4,2 milljarða.kr.
 • Framlegð bæjarsjóðs (A hluti) verður 785 m.kr.
 • Afskriftir samstæðu (A+B hluti) verða 1,9 milljarða.kr.
 • Afskriftir bæjarsjóðs (A hluti) verða 756 m.kr.
 • Rekstrarniðurstaða samstæðu (A+B hluti) árið 2022 er jákvæð um 46,8 m.kr.
 • Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs (A hluti) árið 2022 er neikvæð um 650,7 m.kr.
 • Eignir samstæðu í lok árs 2022 er 75,8 milljarða.kr.
 • Eignir bæjarsjóðs í lok árs 2022 er 39,1 milljarða.kr.
 • Skuldir og skuldbindingar samstæðu í lok árs 2022 er 46,6 milljarða.kr.
 • Skuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs í lok árs 2022 26,6 milljarða.kr.
 • Veltufé frá rekstri samstæðu árið 2022 er 3.525 m.kr.
 • Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs árið 2022 er 827 m.kr.

Fjárfestingar á árinu 2022:

Gert er ráð fyrir að grunnfjárfesting eignasjóðs verði 580 m.kr. Einnig er gert ráð fyrir að á árinu 2022 verði haldið áfram með byggingu íþróttahúss og sundlaugar við Stapaskóla sem hófst á árinu 2021 fyrir 1.400 m.króna, grunnfjárfesting Fráveitu verði 150 m.króna, fjárfestingar Reykjaneshafnar 295 m.króna og framlag til byggingu nýs hjúkrunarheimilis 150 m.króna.

Helstu áherslur og verkefni á árinu 2022:

 • Hvatagreiðslur verða hækkaðar úr 40.000 kr. í 45.000 kr.
 • Daggæsla frá 18 mánaða aldri verður niðurgreidd til jafns við leikskóla
 • Framkvæmdir við 6 deilda leikskóla í Hlíðarhverfi verða hafnar
 • Unnið verður að byggingu íþróttahúss og sundlaugar við Stapaskóla
 • Vinna við að koma Myllubakkaskóla í starfhæft ástand.
 • Unnið verður að byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar í samvinnu við ríkið
 • „Allir með“ átaksverkefnið heldur áfram með fræðslu og þjálfun í jákvæðum samskiptum
 •  Aðgengi að Duus safnahúsum verður bætt, nýtt anddyri búið til og lyfta sett upp.
 • Unnið verður að innleiðingu stafrænna lausna í gegnum samstarfsvettvang sveitarfélaganna.
 • Unnið verður að byggingu nýs hjúkrunarheimiis í samvinnu við ríkið
 • Áfram verður unnið að mótun atvinnuþróunarstefnu
 • Áfram verður að mótun markaðsstefnu
 • Áfram verður unnið að gerð aðgerðaráætlunar í framhaldi af samþykkt nýrrar umhverfis- og loftlagsstefnu sem mun leiða okkur að þeim markmiðum sem sett eru fram í stefnunni.
 • Áfram verður unnið að innleiðingu Hringrásarhagkerfisins sem samþykkt var á árinu 2021
 •  Áfram verður unnið að heilsustígagerð með áherslu á Ásbrú
 •  Aukinn kraftur verður settur í gróðursetningu trjáa og skógrækt en það er liður í kolefnisjöfnun sveitarfélagsins
 • Komið verður upp rafhleðslustöðvum fyrir almenning til að styðja við orkuskipti í samgöngum
 • Uppbygging varnargarðs við Njarðvíkurhöfn.
 • Lokið verður við heildar endurskoðun aðalskipulags.


Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri, Kjartan Már Kjartansson kjartan.m.kjartansson@reykjanesbaer.is