Málefnasamningur Samfylkingar, Beinnar leiðar og Framsóknar undirritaður

Frá undirritun málefnasamningsins, f.v. Guðbrandur Einarsson Beinni leið, Díana Hilmarsdóttir Frams…
Frá undirritun málefnasamningsins, f.v. Guðbrandur Einarsson Beinni leið, Díana Hilmarsdóttir Framsóknarflokki, Friðjón Einarsson Samfylkingu, Guðný Birna Guðmundsdóttir Samfylkingu, Jóhann Friðrik Friðriksson Framsóknarflokki og Kolbrún Jóna Pétursdóttir Beinni leið.

Sex fulltrúar Samfylkingar, Beinnar leiðar og Framsóknarflokks skrifuðu undir málefnasamning í Duus Safnahúsum í hádeginu í dag. Helstu áhersluatriði nýs meirihluta eru að áfram verður unnið skv. þeirri aðlögunaráætlun sem er í gildi. Að lögbundu skuldaviðmiði verði náð fyrir árið 2022. Skattheimtu verði stillt í hóf og áfram verði unnið að bæta og opna stjórnsýsluna. Hún verður jafnframt endurskoðuð á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti Samfylkingar, Beinnar leiðar og Framsóknarflokks mun taka við á bæjarstjórnarfundi 19. júní nk. 

Málefnasamningurinn mun gilda kjörtímabilið 2018 til 2022. Í samningnum kemur m.a. fram að nýr meirihluti muni leiða mikilvæg verkefni á næstu árum í góðu samstarfi við fulltrúa allra flokka í bæjarstjórn og íbúa Reykjanesbæjar.  „Það eru bjartir tímar framundan og saman munum við gera gott samfélag enn betra,“ segir einni.

Þrjár nýjar nefndir verða settar á laggirnar, lýðheilsuráð, framtíðarnefnd og markaðs-, atvinnu- og ferðamálanefnd. Þá verður auknum fjármunum varið í fræðslumál til þess að bæta aðbúnað og aðstöðu bæði í leik- og grunnskólum. 

Nýr meirihluti hafnar mengandi stóriðju í Helguvík. Nýtt Framtíðarráð fjalla um starfsemina og leita lausna svo tryggja megi að atvinnuuppbygging í Reykjanesbæ sé ávallt í sátt við íbúa. Unnið verði áfram að atvinnuuppbyggingu í Helguvík. Þar verða ný hafnarmannvirki höfð að leiðarljósi og enn frekar efling kjarnastarfsemi Reykjaneshafnar. 

Hér má sjá nýjan meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbjar

Frá vinstri: Guðný Birna Guðmundsdóttir Samfylkingu, Guðbrandur Einarsson Beinni leið, Jóhann Friðrik Friðriksson og Díana Hilmarsdóttir Framsóknarflokki, Styrmir Fjeldsted og Friðjón Einarsson Samfylkingu

Kjartan Már Kjartansson verður endurráðinn sem bæjarstjóri. Friðjón Einarsson Samfylkingu verður áfram formaður bæjarráðs. Jóhann Friðrik Friðriksson Framsóknarflokki tekur við sem forseti bæjarstjórnar fyrstu tvö ár kjörtímabilsins en Guðbrandur Einarsson Beini leið verður forseti bæjarstjórnar seinni tvö árin.

Málefnasamningurinn er eftirfarandi:

Bjartir tímar framundan

Brátt mun Reykjanesbær verða fjölmennasta bæjarfélag landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Á undanförnum árum hefur átt sér stað mikill viðsnúningur í rekstri Reykjanesbæjar en bærinn hefur glímt við verulega fjárhagserfiðleika sem vonandi sér brátt fyrir endann á.

Mikil fólksfjölgun og breytt samfélagsmynstur kallar á aukna þjónustu og hraða uppbyggingu innviða. Brýnt er að mæta þeirri þörf, en í senn tryggja áfram trausta fjármálastjórn og niðurgreiðslu skulda.

Nýr meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar mun leiða mikilvæg verkefni á næstu árum í góðu samstarf við fulltrúa allra flokka í bæjarstjórn og íbúa Reykjanesbæjar. Það eru bjartir tímar framundan og saman munum við gera gott samfélag enn betra.

Fjármál og stjórnsýsla

Áfram verði stefnt að því að ná lögbundnu skuldaviðmiði fyrir árið 2022. Auknu svigrúmi í fjármálum verður forgangsraðað í átt að aukinni velferð íbúa og hraðari uppbyggingu innviða.
Vegna mikillar hækkunar fasteignamats í Reykjanesbæ verða fasteignaskattar lækkaðir á kjörtímabilinu.
Skipurit bæjarins verði endurskoðað og Lýðheilsuráð, (LÝÐ) Framtíðarráð (FRAM) og Markaðs-, atvinnu-, og ferðamálaráð (MAF) stofnuð.
Unnið verði að opnari stjórnsýslu í samræmi við lög um persónuvernd og leitast verði við að auka enn frekar upplýsingaflæði til íbúa. Leitast verði við að innleiða nýjungar í stjórnsýslu sem miða að því að auka skilvirkni og efla þjónustustig.
Unnið verði að aukinni lýðræðisvitund bæjarbúa og aðkomu þeirra í skipulagningu og þátttöku viðburða á vegum bæjarins.
Þegar kemur að fjárframlögum frá ríkinu munu framboðin þrjú leita allra leiða til þess að hlutur Suðurnesja verði leiðréttur. Stofnaður verði þverpólitískur aðgerðarhópur sem haf það hlutverk að rétta hlut svæðisins gagnvart ríkisvaldinu.
Unnið verði að stofnun hverfaráða á kjörtímabilinu með það að markmiði að efla íbúalýðræði og tengja betur saman þarfir íbúa og stjórnsýslu bæjarins. Stefnt verði að því að Reykjanesbær taki sæti í stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) og gæti þar hagsmuna íbúa svæðisins.

Umhverfs- og skipulagsmál

Framboðin þrjú hafna mengandi stóriðju í Helguvík. Nýtt Framtíðarráð falla um starfsemina og leita lausna svo tryggja megi að atvinnuuppbygging í Reykjanesbæ sé ávallt í sátt við íbúa. Unnið verði áfram að atvinnuuppbyggingu í Helguvík með það að leiðarljósi að nýta hafnarmannvirki og efla enn frekar kjarnastarfsemi Reykjaneshafnar.
Þrýsta verður á ríkisvaldið að ráðast í nauðsynlegt viðhald á Reykjanesbraut og klára tvöföldun hennar sem allra fyrst.
Lögð verði áhersla á að efla umhverfisvitund bæjarbúa varðandi flokkun heimilissorps og fegrun bæjarins.
Framkvæmd verði úttekt af óháðum aðilum á áhrifum mengandi starfsemi á lífsgæði bæjarbúa.
Reykjanesbær innleiði kolefnisjöfnun af starfsemi sinni. Áætlun um skógrækt verði hrint í framkvæmd á kjörtímabilinu með það að markmiði að kolefnisjafna mengun frá flugumferð og bæta útivistarmöguleika bæjarbúa.
Leitað verði allra leiða til að draga úr plastnotkun í Reykjanesbæ. Aðalskipulag Reykjanesbæjar verði endurskoðað í samráði við íbúa og fyrirtæki á kjörtímabilinu eins og lög gera ráð fyrir.
Leiðakerfi almenningssamgangna verði yfirfarið og tenging við Flugstöð Leifs Eiríkssonar bætt í samstarf við hagsmunaaðila.
Leitað verði leiða til að efla samgöngur fyrir börn og ungmenni með sérstakri áherslu á tómstundastrætó og samgöngur eftir klukkan 20 á kvöldin frá tómstundamiðstöð Reykjanesbæjar.
Unnið verði að bættu aðgengi fatlaðs fólks í Reykjanesbæ.
Fylgt verði eftir samþykktri húsnæðisáætlun og áfram tryggt gott framboð lóða.
Græn svæði, götur og stígar verði endurbætt. Listamönnum verði gefinn kostur á að myndskreyta byggingar í bænum í samstarf við húseigendur. Samvistarsvæði verði útbúin í bænum, í Sundmiðstöð, í Vatnsholtinu og á fleiri stöðum.
Fischersreiturinn verði frátekinn undir menningartengda starfsemi og menningarmiðstöð.
Hafinn verði undirbúningur að endurnýjun og framtíðarskipulagi fráveitumála í Reykjanesbæ.
Stefnt verði að aukinni uppbyggingu göngu- og hjólastíga á milli sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Heilbrigðis- og velferðarmál

Fyrsta verkefni Lýðheilsuráðs verði að hefja viðræður við Heilbrigðisráðuneytið um eflingu heilsugæslunnar í samræmi við háværar kröfur bæjarbúa. Unnið verði að samþættingu heimahjúkrunar og félagsþjónustu með það að markmiði að bæta þjónustuna.
Umsókn Reykjanesbæjar til heilbrigðisráðherra um byggingu hjúkrunarheimilis á Nesvöllum verði fylgt eftir og bygging hjúkrunarheimilis undirbúin.
Lýðheilsufræðingur verði ráðinn og mun hann vinna að því í samráði við Lýðheilsuráð að efla heilsu íbúa á öllum aldri með forvörnum, heilsueflingu og snemmtækri íhlutun.
Unnin verði Lýðheilsustefna fyrir Reykjanesbæ og hún nýtt sem stefnumarkandi leiðarvísir í átt að bættri heilsu íbúa.
Heilsuefling eldri borgara verði fest í sessi (Janusarverkefnið) og stuðningur við skipulagða hreyfingu barna aukinn með hækkun hvatagreiðslna í 50 þúsund krónur á kjörtímabilinu.
Unnið verði að mótun þjónustu sem snýr að þörfum barna með fjölþættan vanda.
Unnið verður að mótun framtíðarstefnu fyrir fatlað fólk.
Framtíðarráð mun falla um útfærslur á sveigjanlegum vinnutíma og styttingu vinnuvikunnar.
Geðheilbrigðismál verða tekin föstum tökum og unnið að verkefnum er snúa að skaðaminnkun í samstarf við fagaðila á svæðinu.

Fræðslu- og uppeldismál

Unnið verði að sóknarsamningi í menntamálum. Við gerð fjárhagsáætlana á kjörtímabilinu verði sérstakt mið tekið af auknu álagi á starfsfólk í leik- og grunnskólum. Fjármunum verði forgangsraðað árlega til málaflokksins sem nemur 3% af núverandi útgjöldum til að mæta auknu álagi og bæta starfsumhverfi starfsfólks í skólum.
Stefnt verði að því að öll börn komist í leikskóla við 18 mánaða aldur. Heildræn endurskoðun verði gerð á dagvistunarúrræðum til þess að koma til móts við þarfir sem flestra foreldra.
Kostir ungbarnaleikskóla verði kannaðir og samvinna við dagforeldra efld með það að markmiði að tryggja dagvistunarrými, nýliðun og bætt þjónustustig.
Hafinn verði undirbúningur, í áföngum, á innleiðingu Hvernig aðferðarinnar á sviði barnaverndarmála.
Faglegt starf í eftirskólaúrræðum barna í grunnskólum verði endurskoðað með það að markmiði að efla það enn frekar. Velferðarráð vinni að lausnum er snúa að eftirskólaúrræðum fyrir fötluð börn í Reykjanesbæ.
Starfshópur skoði innleiðingu og skipulag íþróttaæfinga barna á skólatíma.
Hafst verði handa við að innleiða barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna og gera Reykjanesbæ að þátttökuaðila í verkefninu „Barnvænt samfélag Unicef“.
Unnið verði að endurskipulagningu sérdeilda til þess að bæta þjónustu og fjölga úrræðum.
Samstarf grunn- og framhaldsskóla verði áfram sett á oddinn með tilliti til eflingar iðnmenntunar og nýjunga á sviði menntamála.
Ráðist verði í tilraunaverkefni er snúa að nýjum fögum í grunnskólum bæjarins s.s. fjármála- og heilsulæsi, forritun, jafnréttisfræðslu og fleira.
Íslenskukennsla fyrir nemendur af erlendu bergi verði efld.

Atvinnu-, markaðs-  og ferðamál

Nýtt Markaðs-, atvinnu- og ferðamálaráð (MAF) haf forgöngu um að laða að fyrirtæki í hátækniiðnaði sem nýta sér vistvæna orku, nálægð við alþjóðaflugvöll og fyrsta flokks hafnaraðstöðu.
Möguleikar í komu minni skemmtiferðaskipa til svæðisins verði skoðaðir með tilheyrandi þjónustu við ferðamenn.
Hafin verði stefnumótunarvinna á sviði ferðaþjónustu og framtíðarmöguleikar, áskoranir og tækifæri greind.
Unnið verði að uppbyggingu ferðamannastaða á Reykjanesi og eflingu Reykjaness Geopark í samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Íþróttir og tómstundir

Skipaður verði starfshópur um framtíðarskipulag íþróttaaðstöðu og fyrirkomulag stuðnings bæjarins við íþróttafélögin í Reykjanesbæ sem gegna mikilvægu hlutverki á sviði forvarna, íþrótta og aukinna lífsgæða. Stefnt verði að því að íþrótta- og tómstundastarf eigi sér varanlega aðstöðu þar sem öryggi, aðgengi og aðbúnaður
sé til fyrirmyndar.
Leitað verði leiða til þess að sporna við brottfalli úr skipulögðu félagsstarf.
Áfram verði byggt á frábæru starf ungmennaráðs Reykjanesbæjar. Starf ráðsins hefur gefið tóninn fyrir þann árangur sem næst þegar þeir sem eiga að njóta þjónustunnar fá hlutdeild í skipulagi og stefnumótun hennar.