Samþykkt fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2024 - 2027

Jákvæð rekstarniðurstaða og áfram mikill vöxtur hjá Reykjanesbæ.

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2024 til og með 2027 og gjaldskrá ársins 2024 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi nr. 665 þann 12. desember 2023 og einnig var fjárfestingaáætlun fyrir sama tímabil samþykkt samhliða.

Forsendur fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar fyrir árin 2024 til og með 2027 eru að mestu leyti byggðar á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.

Drög að fjárhagsáætlun var vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn á bæjarráðsfundi 10. nóvember sl. og svo til seinni umræðu í bæjarstjórn á bæjarráðsfundi 7. desember sl.

Á milli umræðna fóru fram sex vinnufundir sem öll kjörnum aðal- og varafulltrúum var boðið þátttöku í.

Í samþykktum fjárheimildum fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu á A hluta bæjarsjóðs að fjárhæð 173 m.kr. og jákvæðrar rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 1.244 m.kr. í samstæðu A og B hluta.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar ársins 2024

  • Tekjur samstæðu (A+B hluti) verða 37,2 milljarða.kr.
  • Tekjur bæjarsjóðs (A hluti) verða 25,2 milljarðar.kr.
  • Gjöld samstæðu (A+B hluti) verða 29,5 milljarða.kr.
  • Gjöld bæjarsjóðs (A hluti) verða 22,5 milljarða.kr.
  • Framlegð samstæðu (A+B hluti) verður 7,7 milljarða.kr. eða 20,67%
  • Framlegð bæjarsjóðs (A hluti) verður 2,7 milljarða.kr. eða 10,67%
  • Afskriftir samstæðu (A+B hluti) verða 2,1 milljarða.kr.
  • Afskriftir bæjarsjóðs (A hluti) verða 756kr.
  • Rekstrarniðurstaða samstæðu (A+B hluti) árið 2024 er jákvæð um 244 m.kr.
  • Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs (A hluti) árið 2024 er jákvæð um 173kr.
  • Eignir samstæðu í lok árs 2024 verða 88,7 milljarða.kr.
  • Eignir bæjarsjóðs í lok árs 2024 verða 47,1 milljarða.kr.
  • Skuldir og skuldbindingar samstæðu í lok árs 2024 verða 53,1 milljarða.kr.
  • Skuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs í lok árs 2024 verða 31,3 milljarða.kr.
  • Veltufé frá rekstri samstæðu árið 2024 verður 6,2 milljarða.kr.
  • Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs árið 2024 verður 2,1 milljarða.kr.
  • Skuldaviðmið samstæðu (A+B hluti) verður í lok árs 2024 116,83%
  • Skuldaviðmið bæjarsjóðs (A hluti) verður í lok árs 2024 97,45 %

Fjárfestingar á árinu 2024

Gert er ráð fyrir að fjárfesting í ýmsum verkefnum verði 210 m.kr. Þá er gert ráð fyrir að á árinu 2024 verði byggingu íþróttahúss og sundlaugar við Stapaskóla lokið sem hófst á árinu 2021 fyrir 250 m.kr., uppbyggingu á Myllubakkaskóla fyrir 2.002 m.kr., uppbyggingu á Holtaskóla fyrir 864 m.kr., og aðrar framkvæmdir á húsnæði grunn- og leikskóla og skólalóða fyrir 458 m.kr. Eins er gert ráð fyrir að byggingu nýs leikskóli í Dalshverfi III verði lokið fyrir haustið 2024 fyrir 395 m.kr. og nýr leikskóli í Hlíðarhverfi verði tekinn í notkun á seinni hluta ársins 2024 og er áætlað 630 m.kr. í þá framkvæmd.

Gert er ráð fyrir að grunnfjárfesting fráveitu verði 150 m.kr., fjárfestingar Reykjaneshafnar 343 m.kr. og að Tjarnargata 12 ehf. hefji fyrsta áfanga á breytingum á ráðhúsi Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12.

Helstu áherslur og verkefni á árinu 2024

  • Hvatagreiðslur fyrir íbúa 67 ára og eldri í fyrsta sinn í boði á árinu 2024
  • Nýr leikskóli byggður í Dalshverfi III sem tekin verður í notkun um haustið 2024
  • Framkvæmdir við leikskóla í Hlíðarhverfi sem áætlað er að ljúki á árinu 2024
  • Klára byggingu íþróttamiðstöðvar við Stapaskóla með viðurkenndum keppnisvelli fyrir íþróttir innanhúss ásamt sundlaug og taka í notkun
  • Áframhaldandi vinna við að koma Myllubakkaskóla í starfhæft ástand en áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdum ljúki haustið 2025
  • Áframhaldandi vinna við að koma Holtaskóla í starfhæft ástand en áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í janúar 2026
  • Opnuð leikskóladeild á Skólavegi 1 fyrir elsta árgang Tjarnarsels sem er aukning um 25 pláss.
  • Byrjað verður að fjárfesta í smáhýsum fyrir heimilislausa íbúa Reykjanesbæjar sem eru með fjölþættan vanda
  • Nýr vaktturn í Sundmiðstöðinni til að auka öryggi sundlaugagesta
  • Unnið að viðgerðum á húsnæði vegna rakaskemmda
  • Framkvæmdir hefjast við Njarðvíkurhöfn sem munu stórbæta öryggi og aðstöðu á svæðinu og auka möguleika á atvinnuuppbyggingu fyrir hafnsækna starfsemi
  • Áfram unnið að innleiðingu stafrænna lausna
  • Vinna við byggingu nýs hjúkrunarheimilis í samvinnu við ríkið heldur áfram
  • Áfram unnið að því að fylgja eftir og innleiða umhverfis- og loftlagsstefnu
  • Á áætlun að ljúka innleiðing á barnvænu sveitarfélagi í samstarfi við UNICEF
  • Fjármagn sett í að bæta umferðaröryggi barna
  • Fjármagn sett í uppbyggingu skólalóða
  • Fjármagn sett í áhorfendabekki í Sundmiðstöðinni
  • Lyfta sett í 88 húsið til að auka nýtingu hússins
  • Fjármagn sett í stuðning við Fimleikafélag Keflavíkur við endurnýjun áhalda og tækja
  • Aukning á fjármagni til Fjörheima til að efla starfsemi og opna fleiri útibú.
  • Fjármagn í að framfylgja markaðsstefnu Reykjanesbæjar
  • Fjármagn sett í viðburðahald vegna 30 ára afmælis Reykjanesbæjar

Gjaldskrá 2024

Hækkun á liðum gjaldskrár nemur 8% frá árinu 2023 en þó með nokkrum undantekningum.

Útsvarshlutfall er óbreytt milli ára líkt og álagningarhlutfall fasteignaskatts. Miklar breytingar eru á sorphirðu- og sorpeyðingargjaldi sem nú kallast úrgangshirða og er gjald gjald fyrir hvern úrgangsflokk eftir stærð íláta. Að jafnaði nemur hækkunin um 30% líkt og hjá nágrannasveitarfélögum Reykjanesbæjar. Aðrir gjaldskrárliðir sem taka meiri hækkun en 8% er árskort í sundlaugar Reykjanesbæjar fyrir 67 ára og eldri sem verður 15.000,- og árskort í almenningsvagna fyrir 18 – 67 ára að undanskyldum námsmönnum og öryrkjum mun kosta 25.000,- en námsmenn og öryrkjar greiða áfram 5.000,- fyrir árskortið í almenningsvagna.

Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri, Kjartan Már Kjartansson (kjartan.m.kjartansson@reykjanesbaer.is)