- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Jákvæð rekstarniðurstaða og áfram mikill vöxtur hjá Reykjanesbæ.
Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2024 til og með 2027 og gjaldskrá ársins 2024 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi nr. 665 þann 12. desember 2023 og einnig var fjárfestingaáætlun fyrir sama tímabil samþykkt samhliða.
Forsendur fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar fyrir árin 2024 til og með 2027 eru að mestu leyti byggðar á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.
Drög að fjárhagsáætlun var vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn á bæjarráðsfundi 10. nóvember sl. og svo til seinni umræðu í bæjarstjórn á bæjarráðsfundi 7. desember sl.
Á milli umræðna fóru fram sex vinnufundir sem öll kjörnum aðal- og varafulltrúum var boðið þátttöku í.
Í samþykktum fjárheimildum fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu á A hluta bæjarsjóðs að fjárhæð 173 m.kr. og jákvæðrar rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 1.244 m.kr. í samstæðu A og B hluta.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar ársins 2024
Fjárfestingar á árinu 2024
Gert er ráð fyrir að fjárfesting í ýmsum verkefnum verði 210 m.kr. Þá er gert ráð fyrir að á árinu 2024 verði byggingu íþróttahúss og sundlaugar við Stapaskóla lokið sem hófst á árinu 2021 fyrir 250 m.kr., uppbyggingu á Myllubakkaskóla fyrir 2.002 m.kr., uppbyggingu á Holtaskóla fyrir 864 m.kr., og aðrar framkvæmdir á húsnæði grunn- og leikskóla og skólalóða fyrir 458 m.kr. Eins er gert ráð fyrir að byggingu nýs leikskóli í Dalshverfi III verði lokið fyrir haustið 2024 fyrir 395 m.kr. og nýr leikskóli í Hlíðarhverfi verði tekinn í notkun á seinni hluta ársins 2024 og er áætlað 630 m.kr. í þá framkvæmd.
Gert er ráð fyrir að grunnfjárfesting fráveitu verði 150 m.kr., fjárfestingar Reykjaneshafnar 343 m.kr. og að Tjarnargata 12 ehf. hefji fyrsta áfanga á breytingum á ráðhúsi Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12.
Helstu áherslur og verkefni á árinu 2024
Gjaldskrá 2024
Hækkun á liðum gjaldskrár nemur 8% frá árinu 2023 en þó með nokkrum undantekningum.
Útsvarshlutfall er óbreytt milli ára líkt og álagningarhlutfall fasteignaskatts. Miklar breytingar eru á sorphirðu- og sorpeyðingargjaldi sem nú kallast úrgangshirða og er gjald gjald fyrir hvern úrgangsflokk eftir stærð íláta. Að jafnaði nemur hækkunin um 30% líkt og hjá nágrannasveitarfélögum Reykjanesbæjar. Aðrir gjaldskrárliðir sem taka meiri hækkun en 8% er árskort í sundlaugar Reykjanesbæjar fyrir 67 ára og eldri sem verður 15.000,- og árskort í almenningsvagna fyrir 18 – 67 ára að undanskyldum námsmönnum og öryrkjum mun kosta 25.000,- en námsmenn og öryrkjar greiða áfram 5.000,- fyrir árskortið í almenningsvagna.
Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri, Kjartan Már Kjartansson (baejarstjori@reykjanesbaer.is)