30 ára afmælismerki Reykjanesbæjar

Afmælismerki hjá Reykjanesbæ í tilefni 30 ára afmælis

 

Reykjanesbær hefur látið hanna nýtt afmælismerki til að nota í kynningarefni og við fleiri tækifæri á 30 ára afmælisári bæjarfélagsins.

Jón Ágúst Pálmason, grafískur hönnuður, hannaði merkið sem er með tilvísun í ýmsa þætti sem tengjast Reykjanesbæ eins og tónlistina, orkuvinnslu, íþróttir, menningu, flugið og fjölbreytt samfélag.

Í umsögn segir: Reykjanesbær er kraftmikið fjölmenningarsamfélag sem er í stöðugum og örum vexti og alltaf á uppleið. Nágrennið við alþjóðaflugvöllinn hefur haft mikil og mótandi áhrif á menningu uppbyggingu á svæðinu.

Þessi tillaga undirstrikar fjölbreytni og merkið er óður til þessa alls, myndlíking á Reykjanesbæ sem lokast með Keili og Reykjanesvita.

Litirnir undirstrika svo fjölbreytileikann og fjölmenningarsamfélagið.