Á vertíð - þyrping verður að þorpi

Brot af líkani.
Brot af líkani.

Þann 2. júní síðastliðinn opnaði Byggðasafn Reykjanesbæjar sýninguna Á vertíð í sal safnsins í Duushúsum. Á sýningunni er sagan fyrir vélvæðingu skoðuð, áhersla er lögð á 19. öldina, þegar þyrpingar við sjávarsíðuna urðu að þorpum og grunnur er lagður að þeim samfélögum sem við þekkjum í dag.
 

Það er löng og áhugaverð saga sem þorpin byggðu á. Saga árstíðarbundinnar sjósóknar þegar fleiri hundruð manns kom til Suðurnesja ár hvert um aldir til að róa á vetrarvertíð. Það hlýtur að hafa verið kærkomin tilbreyting frá fámenninu til sveita að koma hingað og hitta fyrir fjölda manns víðs vegar að af landinu og eiga saman góðar og erfiðar stundir í rúma 3 mánuði. Á vorin komu svo kaupskip með erlendan varning og fólk í ýmsum erindagjörðum. Margir heimamenn fóru í heyskap til dæmis norður í land.
Það sem einkennir sögu svæðisins eru einmitt ferðalög og tengsl ólíkra hópa..