Að lokinni Ljósanótt

Kjartan Már Kjartansson.
Kjartan Már Kjartansson.

Ljósanótt í Reykjanesbæ er nú lokið á farsælan hátt og án alvarlegra slysa eða óhappa. Tugþúsundir manna sóttu hundruði viðburða og er talið að Ljósanóttin hafi aldrei verið stærri hvað varðar fjölda viðburða eða gesta. Því er full ástæða til að þakka öllum sem komu að undirbúningi og framkvæmd þessarar 15. Ljósanætur, sem og íbúum og gestum sem tóku virkan þátt í dagskránni.

Nú munu starfsmenn og stjórnendur Reykjanesbæjar ásamt samstarfsaðilum rýna bæði það sem vel var gert og það sem betur má fara. Allar ábendingar og tillögur þess efnis eru því vel þegnar á netfangið ljosanott@ljosanott.is

Einstaka sýningar standa áfram næstu daga og vikur og því kjörið fyrir íbúa og gesti að skoða það sem þeir komust ekki yfir að skoða um helgina. Þannig teygjum við enn meira á jákvæðri upplifun og áhrifum Ljósanætur.