Áframhald - Fjölskyldusmiðja í Listasafni Reykjanesbæjar

Úr fjölskyldusmiðju.
Úr fjölskyldusmiðju.

Laugardaginn 21. september kl. 14-16 verður boðið upp á fjölskyldusmiðju í tengslum við sýninguna Áframhald í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum. Gunnhildur Þórðardóttir listamaður sýningarinnar mun leiða fjölskyldur og stýra listasmiðju með sýninguna sem innblástur. Á sýningunni eru tvívíð og þrívíð verk sem ýmist eru unnin úr fundnum hlutum, tilfallandi efni og afskurði eins og timbri, járni og textíl en listamaðurinn sækir innblástur til bernskuáranna í Keflavík.

Gunnhildur lauk BA í listasögu og listum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama skóla árið 2006. Sýningin stendur til 27. október en safnið er opið virka daga kl. 12.00-17.00 og um helgar kl. 13.00-17.00. Ókeypis aðgangur.

Sjá nánar um sýninguna á vefsíðu Listasafn Reykjanebæjar listasafn.reykjanesbaer.is

Nánari upplýsingar veitir Guðlaug María Lewis hjá Listsafni Reykjanesbæjar gudlaug.m.lewis@reykjanesbaer.is s. 4216700 og Gunnhildur Þórðardóttir gunnhildursaga@hotmail.com / gunnhildurthordar@gmail.com og í síma 8983419.