Alþjóðadagur kennara

Alþjóðadagur kennara er í dag, 5. október.
Alþjóðadagur kennara er í dag, 5. október.

Í dag er Alþjóðadagur kennara haldinn hátíðlegur hér á landi og um heim allan. Alþjóðadegi kennara hefur verið fagnað 5. október ár hvert síðan 1994 þegar stofnað var til hans að frumkvæði UNESCO og Alþjóðasamtaka kennara.

Markmið dagsins er ávallt að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar gegna í heiminum en einnig að efla samtakamátt kennara og huga að því hvernig menntun kynslóða framtíðarinnar verði best háttað.

Reykjanesbær óskar kennurum á öllum skólastigum innilega til hamingju með daginn.