Alvarlegum slysum fækkaði mest á Suðurnesjum

Stopp á rauðu ljósi.
Stopp á rauðu ljósi.

Alvarlegum slysum fækkaði mest á Suðurnesjum milli ára, en á Norðurlandi vestra fjölgaði þeim um fimmtung milli ára.

Þetta kemur fram í árlegri samantekt slysaskráningar Umferðarstofu.

Alvarleg umferðarslys í fyrra voru fimmtán prósentum færri en árið áður. Árið 2009 létust 17 manns í 15 umferðarslysum, samanborið við 12 látna í jafnmörgum slysum árið áður. Báðar tölur eru nokkru lægri en meðalfjöldi látinna í umferðinni undanfarin tíu ár, sem er 22 á ári. Á síðustu þremur árum hafa að meðaltali tæplega 15 látist í umferðarslysum á landinu, en næstu þrjú ár á undan létust rúmlega 24 ár hvert. Mest fækkaði slysum milli ára á Suðurnesjum, eða um 35 prósent. Á Vestfjörðum fækkaði þeim um 32 prósent, á Suðurlandi um 24 prósent og á höfuðborgarsvæðinu um 23 prósent. Á Norðurlandi vestra fjölgaði slösuðum hins vegar um 19 prósent og á Austurlandi um 13 prósent.

Þá er einnig kannað hvort um raunfækkun slysa sé að ræða, með tilliti til fólksfjölgunar, fjölda ökutækja, ekinna kílómetra og annarra hagtalna sem geta haft áhrif. Að teknu tilliti til þess fækkaði slysum um ellefu prósent milli ára.