Árshátíð Heiðarskóla og Myllubakkaskóla haldin í dag

Frá árshátíð
Frá árshátíð

Árshátíðir Heiðarskóla og Myllubakkaskóla fara fram í dag og því mikið um dýrðir hjá nemendum og foreldrum þeirra.

Árshátíð Myllubakkaskóla er haldin í Íþróttahúsinu við Sunnubraut og hefst skemmtunin kl. 13:00. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir og að lokinni sýningu býður foreldrafélagið upp á skúffuköku og drykk í B-sal.

Árshátíð Heiðarskóla er haldin á sal skólans og er hún skipt eftir aldursstigum.

Hátíð 1. – 4. bekkjar, nemendur mæta í stofur kl. 08.10 og í sal kl. 08.20. Skemmtun frá 8.30 - 10.00. Hressing á gula gangi frá 9.30 - 10.00.
Hátíð 5. –7. bekkjar, nemendur mæta í stofur kl. 9.30 og í sal kl. 9.50. Skemmtun frá 10.00 - 11.30. Hressing á bláa gangi frá 11.00 - 11.30.
Hátíð 8. –10. bekkjar, nemendur mæta í stofu hjá umsjónarkennara um kl. 12.15 og í sal kl. 12.20. Skemmtun 12.30 - 15.00. Kaffihúsastemning á rauða gangi eftir atriði á sal.