Áskorun og ævintýri heldur áfram í Tjarnarseli

Duglegir sjálfboðaliðar.
Duglegir sjálfboðaliðar.

Þriðjudaginn 24. júní sl. fór fram frábært sjálfboðastarf foreldra, barna, starfsmanna og vina Tjarnarsels. Þangað mættu  rúmlega 50 manns, vel gallað hörkufólk á öllum aldri með þann tilgang að bæta og fegra útileiksvæði leikskólans enn frekar.

Boðið var upp hressingu í byrjun og kjarngóða súpu í kvöldverð og úrval ávaxta.
Árangurinn lét svo sannarlega ekki á sér standa og vinnugleðin og eftirvæntingin skein af hverju andliti eins og meðfylgjandi myndir sýna.  Einnig má sjá fleiri myndir frá þessum frábæra degi á fésbókinni/ Leikskólinn Tjarnarsel.

Þróunarverkefnið hófst í fyrra þar sem starfsfólk, foreldrar og börn tóku höndum saman með svo eftirminnilegum hætti við að umbreyta útileiksvæðinu í leiksvæði þar sem ævintýrin gerast á hverjum degi.

Verkefnið hefur vakið töluverða athygli og margir skólar og einstaklingar gert sér ferð á Tjarnarsel til að skoða svæðið og er starfsfólk stolt af að segja frá því hvernig það kom til.