Átt þú skemmtilega mynd í símanum þínum?

Kóngur í ríki sínu.
Kóngur í ríki sínu.

Hver kannast ekki við að eiga stútfullan síma af ljósmyndum, teknum við hin ýmsu tækifæri, og sem alltaf stendur til að hlaða niður og koma einhverju skikki á? Nú er frábært tækifæri til að fletta í gegnum árið og senda inn skemmtilegar myndir í ljósmyndasamkeppni og sýningu sem verður aðal sýning Listasafns Reykjanesbæjar á Ljósanótt. Leitað er að alls konar myndum, teknum við alls kyns tækifæri, af alls konar fólki, stöðum eða uppákomum. Hvernig er daglegt líf á Suðurnesjum í leik og starfi? Hvað varst þú að gera, börnin eða gamla fólkið? Var eitthvað um að vera í vinnunni, tómstundunum og svo framvegis? Hvernig lítur eitt ár á Suðurnesjum út í myndum?

Eina skilyrðið er að myndirnar séu teknar á tímabilinu 17. júní 2017 – 17. júní 2018 og á Suðurnesjum

Mjög einfalt er að senda inn myndir og hægt að gera það bæði beint úr símanum eða úr tölvu. Á vef Listasafns Reykjanesbæjar er frétt með fyrirsögninni „Eitt ár á Suðurnesjum – ljósmyndasýning“. Slóð vefjar Listasafns Reykjanesbæjar er http://listasafn.reykjanesbaer.is/ l Þar er myndunum hlaðið inn með því að smella á hlekkinn Hægt er að hlaða inn myndum með því að smella á þennan tengil

Veitt verða verðlaun fyrir vinningsmyndir sem valdar verða af sérstakri dómnefnd og allar myndir verða sýndar á Ljósanætursýningu Listasafns Reykjanesbæjar, „Eitt ár á Suðurnesjum.“