Átta milljarða króna fjárfesting í ferðaþjónustu

Ferðaþjónusta var til umræðu á íbúafundi með bæjarstjóranum í Reykjanesbæ í á þriðjudagskvöld þar sem íbúar í norðurhluta keflavikur hittust í Heiðarskóla. Í máli bæjarstjóra kom fram að fjárfesting í ferðaþjónustu á Suðurnesjum sl. 6 ár nemi um 8 milljörðum kr.

Þar ber hæst fjárfesting í Leifsstöð og Bláa lóninu, en einnig standa vel gerð verkefni eftir eins og Saltfisksetrið í Grindavík, Víkingaheimar, Sýningarnar í Duus húsum, Svæði Garðskagavita, brú milli heimsálfa, orkuverið jörð, bætt aðgengi að Gunnuhver, vefmyndavél í Eldey sem hýsir stærstu súlubyggð í Evrópu og margvíslegir göngustígar með strandlengjunni og inni á Reykjanesinu.

Þannig eru samfélögin á Suðurnesjum vel tilbúin til að taka á móti góðu ferðamannaári, eins og spár gera ráð fyrir. Framundan er frekari fjárfesting í heilsuferðamennsku eins og heilsuþorpið að Ásbrú í Reykjanesbæ ber vitni um.

Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta vf.is


Þess má geta að síðasti íbúafundurinn þetta vorið verður haldinn í kvöld í Háaleitisskóla og hefst kl. 20:00.