Axel Jónsson fánahyllir ársins 2017

Nafn Axels Jónssonar komst á laugardag á lista yfir fánahylla Reykjanesbæjar. Ljósmynd: Víkurfrétti…
Nafn Axels Jónssonar komst á laugardag á lista yfir fánahylla Reykjanesbæjar. Ljósmynd: Víkurfréttir

Axel Jónsson matreiðslumaður og eigandi Skólamatar ehf. var fánahyllir á 17. júní. Axel hefur á undanförnum áratugum unnið að því að bæta samfélagið í Reykjanesbæ, m.a. með því að bjóða skólabörnum hollan og góðan mat og með margvíslegum félagsstörfum. 

Þjóðhátíðardagskráin í Reykjanesbæ fór fram með hefðbundnu sniði, þó alltaf komi nýtt fólk að dagskránni. Fida Abu Libdeh frumkvöðull og eigandi Geo Silica var ræðumaður dagsins og vakti m.a. athygli á lýðræðinu sem við Íslendingar búum við. Lýðræðið taki hún ekki sem sjálfsögðum hlut enda borin og barnfædd í Palestínu. Í Reykjanesbæ segist hún vilja búa og hvergi annarsstaðar vera. Ávarp fjallkonu flutti Erna Hákonardóttir fyrirliði meistaraliðs Keflavíkur í körfubolta kvenna.

Skátafélagar í Heiðabúum komu að venju að þjóðhátíðardagskrá. Þess má geta að félagið verður 80 ára á árinu og því er m.a. fangað með afmælissýningu í Gryfjunni, Duus Safnahúsum.