Bæjarráð samþykkir störf fyrir ungt fólk

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í morgun sérstakt átak í atvinnumálum ungs fólks 16 og eldri.

Um 130 einstaklingar sóttu um stöður flokksstjóra Vinnuskólans og hjá garðyrkjudeild bæjarins sem auglýstar voru fyrir nokkru. Voru 40 einstaklingar ráðnir þá.

Bæjarráð samþykkti í morgun sérstakt átak í atvinnumálum fyrir þau ungmenni sem sóttu um starf hjá bænum á réttum tíma en ekki var unnt að ráða sökum fjölda. Fær hvert um sig vinnu í 4 vikur í sumar. Gert er ráð fyrir að allt að 90 einstaklingum verði boðið starf auk 9 flokksstjóra.
Kostnaður við verkefnið er áætlaður 38 milljónir króna.