Bæjarstjórn fagnar stofnun atvinnuþróunarfélags

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fagnar stofnun Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja þann 27. apríl og bindur vonir til þess að starfsemi þess muni styðja við og flýta fyrir atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum enda bíða félagsins fjölbreytt verkefni, á sviði atvinnu og byggðaþróunar auk verkefna á sviði nýsköpunar.

Stofnun félagsins fylgir samningur á milli Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og iðnaðarráðuneytisins og Byggðastofnunar þar sem félaginu eru lagðar til 20 mkr. á ári sem er grundvöllur að fjórum stöðugildum atvinnuráðgjafa.

Ályktunin var undirrituð af öllum bæjarfulltrúum.