BAUN lokið. Hvernig fannst þér?

Takk fyrir þátttökuna í BAUN, barna- og ungmennahátíð

Síðustu ellefu dagar hafa án efa verið töluvert annasamar hjá foreldrum, ömmum og öfum við að fylgja börnum sínum um bæinn og aðstoða þau við að leysa alls kyns þrautir, taka þátt í viðburðum og smiðjum og safna stimplum í BAUNabréfið sitt sem var eins konar leiðarvísir um hátíðina en um 60 dagskrárliðir voru á dagskránni í ár.

Þátttaka í hátíðinni í ár var geysilega góð og mörg hundruð börn tóku þátt á hverjum stað í hinum ýmsu viðburðum, smiðjum og þrautum sem boðið hefur var upp á. Nú myndum við gjarnan vilja heyra hvernig upplifun ykkar og barnanna var af hátíðinni svo við getum haldið áfram að þróa hana og gera enn betur. Hér að neðan er örstutt könnun þar sem þið getið komið ykkar skoðunum á framfæri. Könnunin verður opin til 23. maí.

Minnt er á að hægt er að skila þátttökuseðlinum úr BAUNabréfinu út þessa viku, eða til 19. maí, í Duus Safnahús, Bókasafnið og Sundmiðstöðina og freista þess að vinna glæsilegt trampólín frá Húsasmiðjunni eða aukavinninga. Þátttökuseðlinum má skila algjörlega óháð því hversu mörgum stimplum var safnað.

Markmið hátíðarinnar eru m.a. þau að auka lífsgæði og vellíðan barna og íbúa Reykjanesbæjar og jafnframt að skapa vettvang fyrir börn og fjölskyldur til virkrar þátttöku í samfélaginu. Það er von okkar að það hafi tekist og að börn og fjölskyldur hafi átt frábærar stundir saman á BAUN.

TAKA ÞÁTT Í KÖNNUN!