Blokkflautusveit TR í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands

Blokkflautusveitin kemur fram á tónleikum.
Blokkflautusveitin kemur fram á tónleikum.

Elsta Blokkflautusveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar vinnur með Sinfóníuhljómsveit Íslands í dag og næstu daga.

Fyrri æfing blokkflautusveitarinnar með SÍ er nú að hefast í Háskólabíói og mun hún spila á leikskólatónleikum kl.11.00. Tónleikarnir verða endurteknir á morgun og föstudag þar sem boðið verður uppá tvenna fjölskyldutónleika kl. 14:00 - og 17:00.

Á vordögum í fyrra, lék þessi sama blokkflautusveit fyrir Sinfóníuna í andyri Háskólabíós á undan fjölskyldutónleikum og s.l. sumar lagði blokkflautusveitin Sinfóníunni lið í upptökum á geisladisk með barnaefni.

Að sögn Haraldar Árna Haraldssonar er það mikill heiður fyrir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar að Sinfónían skuli að fyrra bragði leita til hans "hún hefur verið það ánægð með okkar framlag í fyrra að við erum fengin til þessa verkefnis núna".