Börn sauma fyrir umhverfið

Þetta verður fallegur margnota taupoki svona fagurbleikur.
Þetta verður fallegur margnota taupoki svona fagurbleikur.

Akurskóli er einn þeirra grunnskóla Reykjanesbæjar sem taka þátt í verkefninu „Saumað fyrir umhverfið“. Með því leggja til taupoka í Pokastöðina hjálpa nemendur við að gera Ljósanótt plastlausa. Hópur barna úr 7. bekk saumaði af kappi í morgun þegar litið var inn í kennslustund í textílmennt.

Að sögn Silju Konráðsdóttur kennara í textílmennt er vinna barnanna nú aðeins byrjunin á taupokasaumi vetrarins. „Ég ákvað að allir sjöundu bekkingar myndu sauma margnota taupoka í textílmennt í vetur. Ég er mjög áhugasöm um umhverfismál og við hér í Akurskóla höfum rætt þann drauma að stuðla að því að Pokastöð verði starfrækt í hverfisbúðinni okkar, Krambúðinni. Það verður skemmtilegt fyrir krakkana að sjá pokana í notkun í sínu nærumhverfi.“

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru börnin einbeitt og vandvirk við vinnuna. Hér er líka verið að sníða minni poka sem gætu m.a. nýst undir ávexti við innkaup.

Taupokarnir eru í öllum regnbogans litum

Það er upplagt að nýta afklippur til að hnýta sér armband  Hér er verið að sníða litla poka sem geta m.a. nýst undir ávexti