Börn spreyttu sig á gerð vegglistaverks á Ásbrú

Vegglistaverk verður til.
Vegglistaverk verður til.

Þátttakendur í barnahátíð í Reykjanesbæ og opnum degi á Ásbrú tóku þátt í gerð vegglistaverks í listasmiðjunni á Ásbrú í gær, sumardaginn fyrsta.

það var listamaðurinn Guðmundur R. Lúðvíksson sem aðstoðaði börnin og fengu þau nokkuð frjálsar hendur við veggskreytingarnar.

Þeir sem misstu af listasmiðjunni á Ásbrú þurfa ekki að örvænta því boðið er upp á skemmtilega listasmiðju í Duushúsum og hægt verður að læra flugdrekagerð í Svarta Pakkhúsinu.

Sjá frekari dagskrá hátíðarinnar á barnahatid.is

listasmiðja graffiti