Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur

Fyrstu bekkingar í Njarðvíkurskóla voru meðal þeirra nemenda sem sungu á sal í morgun í tilefni af …
Fyrstu bekkingar í Njarðvíkurskóla voru meðal þeirra nemenda sem sungu á sal í morgun í tilefni af Degi íslenskrar tungu.

Boðið var upp á dagskrá víða í skólum Reykjanesbæjar í tilefni af degi íslenskrar tungu. Hann er haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar sem er 16. nóvember. Dagurinn markar auk þess upphaf Stóru upplestrarkeppninnar í grunnskólum landsins.

Dagur íslenskrar tungu var fyrst haldinn hátíðlegur 16. nóvember 1996. Haustið 1995 hafði þáverandi menntamálaráðherra komið með tillögu að deginum. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslenskrar tungu. Jafnan er dagurinn helgaður íslenskri málrækt.

Fjölmargar stofnanir bjóða upp á dagskrá helgaða degi íslenskrar tungu. Skólar og leikskólar nota gjarnan daginn til að brjóta upp hefðbundið skólastarf og syngja og flytja ljóð eftir íslensk skáld. 

Þeir sem vilja kynna sér dagskrá Dags íslenskrar tungu í ár geta fundið upplýsingar á vef Stjórnarráðs Íslands (smellið hér til að opna tengil) eða á Facebook síðu verkefnsins (smellið hér til að opna tengil).

Hér má sjá nokkrar nemendur á Gimli sem tók þátt í dagskránni í Njarðvíkurskóla. Meira að segja var spilað á gítar