Síðastliðinn laugardag 26. febrúar var Dagur um málefni fjölskyldunnar haldinn í Íþróttaakademíunni. Þessi dagur er tileinkaður fjölskyldunni og tengslum fjölskyldunnar og vinnumarkaðarins. Eitt af markmiðum dagsins er að minna á mikilvægi þess fyrir foreldra, bæði feður og mæður, að geta sinnt uppeldishlutverki sínu, samhliða því að geta verið virk og fullgildir aðilar á vinnumarkaði. Til þess að það geti gengið upp þurfa atvinnurekendur að gera starfsfólki sínu mögulegt að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart börnum sínum og öðrum aðstandendum. Möguleikar til samræmingar fjölskyldulífs og atvinnulífs eru jákvæðir fyrir báða aðila, þ.e. bæði fyrirtæki og foreldra. 
Á Degi um málefni fjölskyldunnar veitir fjölskyldu-og félagsmálaráð viðurkenningu til fyrirtækja sem þykja af starfsfólki sínu skara fram úr varðandi jákvætt viðmót til fjölskyldunnar og hafa sett sér fjölskyldustefnu, auk þess að veita dagforeldrum sem starfað hafa sem dagforeldri í 10 ár í Reykjanesbæ viðurkenningu. 
Að þessu sinni var það Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum sem hlaut viðurkenninguna Fjölskylduvænt fyrirtæki í Reykjanesbæ 2011 og Ragnhil