Dalshverfi deiliskipulag

Líkan af Reykjanesbæ
Líkan af Reykjanesbæ

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkt 19. maí 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Dalshverf II og tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Dalhverfi III Reykjanesbæ skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting á deiliskipulagi Dalshverfis II
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Dalshverfis II. Eystri mörk skipulagssvæðisins eru færð til lítils háttar á opnu svæði.

Deiliskipulagstillaga fyrir Dalshverfi III
Deiliskipulag felst í nýju íbúðahverfi austast í bænum á svæði sem kallast í aðalskipulagi IB 9A. Gert verður ráð fyrir blandaðri byggð sérbýlis og fjölbýlis með um 300 íbúðum og samfélagsþjónustu s.s. nýjum leikskóla.
Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 4. júní til 23. júlí 2020. Tillögurnar eru einnig aðgengileg á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 23. júlí 2020. Skila skal inn skriflegum athugasemdum við tillögurnar á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ eða á netfangið gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is

Skipulagsfulltrúinn í Reykjanesbæ
Reykjanesbær, 4. júní 2020

 

Dalshverfi II deiliskipulag

Dalshverfi III deiliskipulag

Dalshverfi III deiliskipulag skýringar

Dalshverfi III greinargerð og skilmálar