Ungir nemendur
Ungir nemendur

Ákveðið hefur verið að grunnskólar Reykjanesbæjar ásamt fræðsluskrifstofu fari í samstarf við Ævar Þór Benediktsson rithöfund á næsta skólaári.

Verkefnið snýr að því að búa til jákvæða lestrarupplifun fyrir grunnskólabörn. Áhersla verður á virka þátttöku nemenda og þá sérstaklega drengja. Markmiðið er að að hlusta á sjónarmið drengja, heyra hvaða leiðir þeir vilja fara varðandi lestur, læra af þeim ásamt því að auka áhuga þeirra með fjölbreyttri nálgun og merkingarbærum verkefnum.

Sprotasjóður hefur samþykkt að styrkja verkefnið um 3 milljónir. Akurskóli mun leiða verkefnið í samstarfi við fræðslusvið og er Suðurnesjabær samstarfsaðili að verkefninu ásamt Fjörheimum og Bókasafni Reykjanesbæjar.