Eitthvað í vatninu?

Afreksnemendum í Heiðarskóla fagnað með forsetalagi.
Afreksnemendum í Heiðarskóla fagnað með forsetalagi.

Nemendur í Njarðvíkurskóla og Heiðarskóla í Reykjanesbæ eru ótrúlega harðir af sér og missa varla dag úr skóla vegna veikinda. Þeir eru að jafnaði mikið hraustari á þessum mælikvarða en jafnaldrar þeirra í skólum af sambærilegri stærð annars staðar á landinu. Þessar upplýsingar koma fram í Skólavoginni mælitæki sem ber saman grunnskóla í landinu. Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri er að vonum ánægður með þetta og segir að hugsanlega sé heilsuhreysti nemenda að endurspegla góðan skólabrag. Þar sem skólabragur er góður og börnum líður að jafnaði vel, er auðvelt að hrista af sér slenið og mæta segir Gylfi Jón.