Endurskoðun fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar 2010

Endurskoðuð fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2010 var lögð fyrir bæjarráð fimmtudaginn 28. október 2010

Talsverðar breytingar eru gerðar í endurskoðaðri fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2010. Þessar breytingar helgast aðallega af 600 m.kr tekjulækkun þar sem atvinnutekjur hafa ekki skilað sér. Þá eru færðar inn. skuldbindingar utan efnahags inn í efnahag. Meðfylgjandi því fylgir að húsaleiga sem hefur öll farið inn í rekstrarkostnað er að hluta til tekin út, og færð sem afborgun á langtímaskuldbindingu, vexti og rekstrarkostnað. Á móti kemur að innri leiga er reiknuð á leigðar fasteignir og leigutekjur reiknaðar á móti í eignasjóð.
Jafnframt þessum breytingum eru settar inn í fjárhagsáætlunina breyting sem mörg sveitarfélög gerðu í fyrra s.s. eignamyndun af lóðum og lendum, sem og endurmat á félagslegum íbúðum.

Rekstrarkostnaður bæjarsjóðs hækkar um 339,1 m.kr. frá upphaflegri áætlun samkvæmt endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2010. Afskriftir eru hækkaðar um 215,1 m.kr. vegna breytinga á reikningsliðum með leigðar fasteignir. Áætlað er að tekjur ársins verði 369,9 m.kr. hærri en skv. upphaflegri áætlun m.a. vegna breytinga á reikningsskilum á langtímahúsaleigu. Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs, fyrir afskriftir og fjármagnsliði verði jákvæð um 143,1 m.kr. Endurskoðuð áætlun gerir ráð fyrir að fjármagnsliðir verði neikvæðir um 77,8 m.kr.

Áætlað er að rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs verði í heild neikvæð um 199,7 m.kr. í lok árs.