Myndin er fengin frá Víkurfréttum
Myndin er fengin frá Víkurfréttum

Jarðvegslosunarstaður Reykjanesbæjar er staðsettur austan við Dalshverfi. Umgengi á svæðinu hefur reynst ábótarvant og það hafa komið ábendingar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja að þarna sé úrgangi hent sem ekki á heima á þessu svæði og þarf því að fjarlægja með tilheyrandi kostnaði. Þess vegna hefur reynst nauðsynlegt að setja upp  læst hlið og bjóða upp á fastan opnunartíma.


Opnunartímar verða framvegis frá 08:00 til 17:00 virka daga en laugardaga frá kl. 08:00 til 14:00.


Á svæðinu er eingöngu heimilt að losa endurnýtanlegt, óvirkt jarðefni svo sem mold, möl, sand og grjót. Einnig má losa steinsteypubrot sem búið er að klippa af öll útistandandi járn og hreinsa. Við biðlum til allra sem þurfa losa sig annað en ómengaðan jarðveg og steinefni að fara með það í Kölku þar sem annað efni á ekki heima á jarðefnalosunarsvæði og auðvitað hvetjum við íbúa flokka úrgang og nýta grenndargámana sem eru víðsvegar um bæinn og á eftir að fjölga.

 

Nánar um málið á vef Víkufrétta