Nýr spjallbekkur hvetur til samtals í Skrúðgarðinum

Kvenfélag Keflavíkur hefur fært Reykjanesbæ fallega gjöf, rauðan spjallbekk sem settur hefur verið upp í Skrúðgarðinum í Keflavík. Spjallbekkurinn er þeir hluti af verkefninu Vika einmanaleikans, sem haldin er í október. Vika einmannaleikans er vitundarvakning Kvenfélagasambands Íslands gegn einsemd og einmanaleika og hvetur fólk til að rjúfa félagslega einangrun og efla jákvæð tengsl í nærumhverfinu.

Spjallbekkirnir eru þekktir fyrir að vera táknrænir minnisvarðar um hlýju og opnar dyr, þeir hvetja til þess að fólk setjist niður, spjalli saman og kynnist nýjum andlitum. Með því að staðsetja bekkinn í hjarta Skrúðgarðsins skapast aðgengilegur og fallegur samverustaður fyrir alla aldurshópa.

Reykjanesbær þakkar Kvenfélagi Keflavíkur innilega fyrir rausnarlega gjöf og þann hlýlega samfélagsanda sem hún stendur fyrir. Rauði spjallbekkurinn er kærkomin viðbót í bæinn og hvetur íbúa til að staldra við – og taka samtalið.