Farskóli safnmanna settur í Reykjanesbæ í dag

Farskóli safnmanna fer fram í Hljómahöll næstu þrjá daga
Farskóli safnmanna fer fram í Hljómahöll næstu þrjá daga

Margir fróðlegir fyrirlestrar verða í Farskóla safnmanna sem settur verður í dag í Hljómahöll og stendur yfir næstu þrjá daga. Áhersluþáttur skólans í ár er Söfn í sviptivindum samtímans.

Farskóli safnamanna er haldin árlega víðsvegar um landið. Áhersluþættir eru mismunandi en ávallt málefni sem eru í brennidepli í rekstri safnanna og safnamálum hverju sinni. Farskólastjórum nú fannst þær breytingar sem söfn standa frammi fyrir og ekki síst í samfélaginu sjálfu einkenna starfsemi safnanna í dag. Meðal þess sem rædd verður er hlutverk safna í vaxandi ferðaþjónustu.

Auk góðrar blöndu af íslenskum fyrirlesurum verða tveir erlendir sem varpa fram athyglisverðum spurningum í erindum sínum, annars vegar Thomas Michael Walle frá menningarsögusafni Noregs „The importance of museums for the community - or is it rather that museums need the community?“ og Jacob Buhl Jensen stjórnandi danskra safnamála „Does the business thinking approach end the era of ´traditional museums´or does it set the museum free?“