Börnin hópuðust að jólasveinunum þegar þeir mættu á fjölmenningardaginn.
Börnin hópuðust að jólasveinunum þegar þeir mættu á fjölmenningardaginn.

Fjölmenningardagur með jólaívafi var haldinn hátíðlegur í Ráðhúsi 2. desember sl. Heimskonur kynntu starfsemi sína, nemendur úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fluttu tónlist og landsliðskonan Fjolla Shala flutti erindi um reynslu sína af knattspyrnuiðkun og setti í samhengi við iðkun barna af erlendu bergi. Jólasveinarnir komu að sjálfsögðu í heimsókn og boðið var upp á portúgalska smárétti sem Angela Amaro í Ráðhúskaffi töfraði fram.

Þessari frétt látum við fylgja erindi Fjolla á íslensku, ensku og pólsku.

Fjolla Shala: Íþróttaþátttakan mín hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag

Fjolla Shala: My participation in sports has made me the person I am today

Fjolla Shala: Udział w zajęciach sportowych stworzył człowieka, jakim dziś jestem

 

Fjolla Shala