Ráðhús Reykjanesbæjar á fallegum desemberdegi.
Ráðhús Reykjanesbæjar á fallegum desemberdegi.
Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árin 2017 – 2020, verður lögð fram til seinni umræðu þriðjudaginn 20. desember nk.
 
Í fjárhagsáætluninni kemur fram að framlegð rekstrar A-hluta batnar verulega frá árinu 2015 sem og frá útkomuspá 2016 og verður um 1.511 m.kr. árið 2017. Í Sókninni sem var kynnt fyrir tveimur árum er gert ráð fyrir að framlegð úr rekstri bæjarins þyrfti að aukast um 900 m.kr. Rekstrarniðurstaða eftir afskriftir í bæjarsjóði er jákvæð og er um 1.173 m.kr.
 
Gert er ráð fyrir að fjármagn vegna nýframkvæmda verði 300 m.kr. Einnig er gert ráð fyrir að á árinu 2017 verði leikskólaplássum fjölgað og á árinu 2018 verði byggður 1. áfangi nýs grunnskóla.
 
Gert er ráð fyrir 1,6% íbúafjölgun árlega frá árinu 2017. Útsvar verður 15,05% á árinu 2017 en mun svo lækka aftur í 14,52% frá 1. janúar 2018.
 
Hvað varðar skuldir og skuldbindingar Reykjanesbæjar og dótturfyrirtækja (Reykjaneshöfn og Fasteignir Reykjanesbæjar) þá er í þessari fjárhagsáætlun gert ráð fyrir endurskipulagningu efnahags.
 
Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:
  • Rekstrarniðurstaða samstæðu (A+B hluti) árið 2017 er jákvæð um 386 m.kr.
  • Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs (A hluti) árið 2017 er neikvæð um 187 m.kr.
  • Eignir samstæðu árið 2017 er 45,8 milljarða.kr.
  • Eignir bæjarsjóðs árið 2017 er um 24,5 milljarða.kr.
  • Skuldir og skuldbindingar samstæðu árið 2017 er 39 milljarða.kr.
  • Skuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs árið 2017 er 21,3 milljarða.kr.
  • Veltufé frá rekstri samstæðu árið 2017 er 3.523 m.kr.
  • Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs árið 2017 er 1.348 m.kr.
  • Framlegð samstæðu árið 2017 er 21%.
  • Framlegð bæjarsjóðs árið 2017 er 12%